GunniJak í Danmörku
Castellar. Niður með flugvöllinn!! Ljósmyndari að verki.
.
Ekki fékk ég að sofa út í morgun þrátt fyrir verklokin í gær. Ég var mættur, eftir Breikfast og bað á torgið okkar klukkan 11:00 til að fara með Rod í ljósmyndaleiðangur. Hann var heldur seinn fyrir svo ég leit inn í fatabúðina á torginu aldrei þessu vant. Og þá gaf á að líta, búðin að hætta og allt á hálfvirði. Ég keypti mér þennan fína bol með Jimena áletrun og mynd af kastalanum okkar. Kannski kaupi ég meira af fötum á mánudaginn. Það stendur til að byggja flugvöll í túnfætinum á Jimena árið 2007. Mjög margir eru æfir yfir þessu og það er komin á stað stór og mikil hreifing á móti flugvellinum. Ég bjó til mótmælamerki gegn flugvellinum fyrir áramót og því hefur verið dreift víða. Svo er ég búinn, eins og ég hef áður sagt, að taka að mér að búa til bækling til að dreifa um allan Spán, en þó fyrst og fremst Andalúsíu. Frá þeim stað sem ætlunin er að byggja flugvöllinn eru aðeins 20 km til Gíbraltar, en þar er þessi fíni alþjóðaflugvöllur með allri venjulegri þjónustu. Þar er bara flogið yfir opnu hafi að og frá flugvellinum og óþægindin af honum í lágmarki. Það sem fylgendur vallarins segja er að hann er í öðru landi. Gíbraltar er jú breskt land og heyrir undir Betu og bráðum Kalla Kóng. Þetta pirrar suma Spánverja, til dæmis atvikið þegar aumingja Jane og vinkona hennar voru teknar í 2. gráðu yfirheyrslu við landamærin af því landamæraverðirnir héldu að þær hefðu verið með steinsmugu nokkrum dögum fyrr. Semsagt, í dag fórum við til Castellar de la Frontera. Þetta Frontera þýðir að eitthvað sé fremst, til dæmis fremsta víglína. Þessi nöfn, en Frontera bæir eru á annan tug í Andalúsíu hefur eitthvað með einhverja útlendinga (Mára held ég) sem hernámu Spán fyrr á öldum. Það tókst að hrekja þá áleiðis til strandar, en þá byggðu þeir sér röð af köstulum og vígjum eftir víglínunni. Og þaðan eru nöfnin komin, Jimena fremst í vílínunni og svo framvegis. Jæja, við fórum semsagt til Castellar. Þar er risastór kastali sem er verið að gera upp sem safn og hótel. Innan kastalaveggjanna er stærðar þorp með svo þröngum götuum að þær eru raunverulega ekki bílfærar. Rosalega sniðugur bær. Frá kastalanum er frábært útsýni yfir flugvallarstæðið og bæjanna í kring. Ég tók fullt af myndum á leiðinni til Castellar, eða þangað til batteríið var orðið tómt. Ég var með hleðslutækið með mér og við fórum á lítinn pöbb við veginn og fengum okkur kaffi og á meðan fékk ég að stinga hleðslutækinu í samband, en ég var svo forsjáll að hafa það með mér. Svo sátum við bara úti í 20 stiga hita og sötruðum kaffið á meðan batteríið hlóðst. Svo skaut ég í allar áttir annarri hleðslu af batteríinu og þá vorum við orðnir verulega svangir, svo við fórum inn á lítið veitingahús í kastalaþorpinu og fengum okkur að éta á meðan batteríið hlóðst. Fyrst var fiskisúpa og svo svepparéttur og ég hef aldrei séð neitt líkt honum. Hann var borinn fram sjóðbullandi heitur og var að krauma mest allan tímann sem tók að éta hann. Og svo kaffi á eftir. Jæja, Rod keypti sér nýjan þrífót um daginn og ég verð með hann á meðan á þessu verkefni stendur. Ég tók panoramamynd af svæðinu og nú þarf ég bara að fara að klippa og vinna þessar myndir í Fótósjoppinu. Svo þurfum við að heimsækja 4 þorp í viðbót og taka myndir af þeim og púsla svo allt saman. Ekki útlit fyrir að GunniJak muni láta sér leiðast næstu vikur frekar en vanalega. Við komum ekki heim fyrr en klukkan 6 í kvöld! Ég tók 80 myndir og nú verð ég bara að vera duglegur að koma þeim inn á netið. Svo stendur til að opna myndasíðu á Fotki og safna þar inn öllum þeim myndum sem snerta málefnið og hafa linkinn inn á hana í bæklingnum.
Finido! The end! Ende! Aufschlaschenn! De capo al fine! Búið! Lokið! Kláraððððððððððððððð!
.
Upp klukkan 10:00 og beint upp að puða. Var að til kl. 18:00 og þá var ég BÚINNNNN!! Mikið var nú hún Lúí glöð þegar hún kom heim og allt var orðið svo fínt hjá henni. Ég endaði á því að þrífa gólfið með, ja hverju haldið þið, nema Jötungripsþynni!! Fann ekki fyrir því, en ég veit ekki hvernig nóttin verður og kannski fæ ég aftur morgunógleði. Á ekki von á því samt. Mikið þreyttur í kvöld, við Prúdencio ætlum snemma að sofa, hann er hérna í rólegheitum hjá mér, kannski nennir hann ekki upp á aðra hæð! Lúí hefur verið svo ánægð með hann undanfarið af því honum hefur þóknast að sofa uppi öðru hverju. Mikið eru kettir dásamlegar verur, hvað þeir hafa sjálfstæðan vilja og eru samt svo vinalegir. Hvernig ætli hann Borði minn hafi það núna? Ég man ekki hvort ég var búinn að segja ykkur frá afrekum hans um daginn. Það var kalt og hvasst og stóra skemman á Lágafelli stóð opin. Litlu sætu snjótittlingarnir flýðu í skjólið, en Halldór lokaði svo skemmunni um kvöldið. Morguninn eftir ætluðu fuglarnir út, en þá var skemman lokuð svo þeir gera eins og aðrir bræður þeirra og ættingjar gera við svipaðar aðstæður, þeir flugu á gluggann. Þar beið Borði minn eftir þeim og sló heldur betur upp veislu, 40 fuglar á einu bretti! Namm namm hjá honum. Annars eiga þessir vesalingar ekki upp á pallborðið hjá RúlluBændum, þeir stinga nefnilega göt á plastið og þá eyðileggst heyið. Þannig að þetta var bara landhreinsun hjá Borða mínum. Hann er nefnilega of latur til að veiða sjálfur úti í náttúrunni. Og talandi um fugla, ég held að það sé farið að vora hérna. Allavega er þvílíkur fuglasöngur í trjánum hér fyrir utan, eins og að vori til heima á Klakanum.
Þegar kötturinn er að heiman dansa mýsnar.
.
Lúí fór að heiman seinni partinn í dag og ætlar að koma heim annað kvöld. Nú er að duga eða drepast, ég SKAL klára verkið sem er búið að halda vöku bæði fyrir mér og Lúí Kastel í hálfan annan mánuð. Þetta dugar ekki lengur. Mig er farið að langa til að gera eitthvað fleira en þetta. Enda dreif ég mig til verka á hælana á frökeninni og tók góða skorpu, fór niður og hvíldi mig og fór aftur upp um miðnætti og tók aðra skorpu. Í dag er rokgambur og hitinn ekki "nema" 16 gráður Celsíus. Gott að vera bara inn þegar svona óveður geysa.
Pöbbarölt í miðjum slag. Tapas fylltur smokkfiskur, farinn að naga beitu eins og þorskur
.
.
Nýjar myndir, nýjar myndir, nýjar myndir!!!! Sláið á linkinn inn á upplýsingatöfluna yfir nýjar myndir og svo ýtið þið á Back takkann og ýtið hér: Myndir GunnaJak
.
Ég skrapp á pöbb í dag í síestunni. Var orðinn þreyttur og svangur við það sem ég ætla ekki að nefna í dag. Ég keypti mér bók áður en ég fór til Spánar, hún heitir "Bókin um Andalúsíu" Þar fékk ég loksins að vita meira um Tapas barina, en það eru barirnir með litlu matarbökkunum sem ég hef oft minnst á í Dagbókinni. Tapa þýðir lok og upphaflega var sett undirskál eða brauðsneið yfir glasið til að ekki færu flugur í innihaldið. Svo fóru bareigendurnir að skreyta brauðið og sá var bestur sem skreytti flottasta brauðið. Svo vatt þetta upp á sig, það var sífellt beðið um fjölbreyttari mat og núna er ekki Tapas bar með börum nema hafa 6 - 15 rétti á boðstólnum. Já, ég skrapp á Tapas stað og fékk mér smokkfisk fylltan með einhverju ókennilegu gommelaði. Hann hefur verið ca. 15 cm langur og 8cm breiður. Fullkomin máltíð með tveimur bjórum, brauði og ólífum í skál. Mér hefur alltaf fundist ólífur vondar. Og því miður hefur það lítið breyst. Aðeins þó. Ég er alltaf að éta ólífur og gefst ekki upp fyrr en ég er farinn að "elska þær" eins og unga fólkið á Íslandi og í USA segir orðið í tíma og ótíma. Þessi máltíð kostaði 5 € eða 450 kall. En mikið rosalega var smokkfiskurinn góður maður. Nammi namm.
180 lítrar af rauðvíni. Ferðabíll. Nærri kominn í tukthús hjá eBay og Önnu vinkonu minni. 80 júgur :-(
.
Hvað haldið þið að ÉG sé orðinn leiður á svefnherberginu hennar Lúíar miðað við það hvað ÞIÐ eruð orðin leið á því, og þurfið þó ekki nema að lesa um það. En aumingja ég, að vera þarna sjálfur alla daga. Fröken Lúí var að vinna í allan dag þannig að það gafst ágætur vinnufriður. Setti kork á múrsteins-skrifborðið sem ég braut ekki niður. Þetta er skrifað "annað kvöld" og til að ég þurfi ekki að minnast á viðkomandi herbergi í dagbókinni á morgun má geta þess að ég kláraði að líma kork á múrsteins-náttborðið. Þar með er allri kork límingu lokið, loksins. Ég er búinn að líma úr heilum líter síðan ég varð veikur. GunniJak, skamm :-( En ég á eftir að líma viðarlista á allar brúnir og setja sóplista og ganga frá öllum dósum sem ég hef rifið niður og svo..... og svo...........:-) En hvað gerir maður ekki fyrir fallegar og góðar konur. Sorba the Greek sagði alla vega að eina syndin sem guð myndi aldrei fyrirgefa okkur væri að neita konu um greiða sem hún bæði mann um í einlægni. Þeir sem muna eftir myndinni muna eftir Búbbúlínu. Enda neitaði Sorba henni ekki um neitt.
Ég má til að segja ykkur frá ótrúlegum aulaskapar hremmingum sem ég kom mér í um daginn. Verst að það kostaði mig 80€. (ca. 7.200.- Íkr) Fjandans auli ég. Ég gæti keypt 180 lítra af rauðvíni fyrir þá upphæð!!!!!
Ég hef verið að hugsa um að fá mér bíl þegar ég fer héðan frá Jimena í vor og keyra til Danmerkur og taka Norrænu heim. Um þetta hef ég stundum verið að skrifa og þið hafið trúlega lesið. Stóri draumurinn er að kaupa húsbíl í Þýskalandi, fara þangað með lest og keyra til Danmerkur. Ég hef verið að skoða bíla undafarið á eBay, en það er uppboðsmarkaður á netinu. Það er hægt að fá 20 ára gamalt Fólksvagen rúgbrauð innréttað sem húsbíl á allt niður í 1.000.- €. (ca. 90.000.- Íkr) Eitt sinn er ég að skoða bláan Woffa og fer að pæla í því hvað Sofort Kaufen sem skrifað var stórum stöfum fyrir aftan verðið á bílnum, þýði. Heimasíðan auðvitað á Þýsku svo ég skildi ekki neitt. Svo ég bara ýti á takkann. Þá er ég sendur á síðu þar sem ég á að skrá nafnið mitt og Passwordið. Þeir sem þekkja eBay eru trúlega farnir að glotta og hinir geta það bráðum. Þegar ég er búinn að skrá mig inn kemur aftur mynd af bílnum, en þá var ég búinn að missa áhugann á honum og fór að skoða næsta bíl. OK. Nú líða 2 dagar. Þá fæ ég Meil þar sem ég er spurður hvort ég ætli ekki að fara að borga bílinn!!! Ha, borga bílinn spyr ég eBay vin minn, hvaða andskotans bíl? Nú bílinn sem þú keyptir um daginn, þú manst bláa Woffann með innréttingunum, þú keyptir hann á 900€ manstu það ekki? Má ég sjá örorkuskírteinið þitt, við höfum frétt að þú sért alltaf að tala um að þú sért öryrki vegna þess að þig vantar vönturnarskort á minnisleysi, manstu það kannski ekki? Ha? Nei, ég mundi það fjandakornið ekki. Nú runnu allt í einu á mig tvær - þrjár grímur, hvað þýðir nú aftur Sofort Kaufen? Ég fann um daginn rosalega flottann þýðara, hann þýðir mörg evrópumál á víxl. Allir sem ekki kunna 10 helstu tungumál álfunnar ættu að vita af þessari síðu, en slóðin á hana er http://babelfish.altavista.com/babelfish/tr Svo ég sló inn Sofort Kaufen og Alta Visti sagði mér að þetta þýddi, samt ekki með þessum orðum: Nú ert þú orðinn hamingjusamur bíleigandi GunniJak! Andskotinn. Ég á, eins og vanalega, rétt fyrir mat út vikuna og alls ekki 900€. Ég fékk mjög vinsamlegt bréf sem hljóðaði svona á ensku:
Hello Gunnar, please set you over the following Tel. No. with us in connection, so that we can agree upon a collection date: 02685-1389 or 0177-3596364 or 0177-4674940. Thanks! Please call one OF the following numbers so that incoming goods CAN talc about the DATE OF picking UP the car: 02685-1389 or 0177-3596364 or 0177-4674940. Thanjk you! Many greetings, Anne
Ekkað nebbnaða. Svo ég gerði bara ekki nokkurn skapaðan hlut. Ætlaði að humma þetta fram af mér. Dugar stundum á konur, sjaldnar á krakka. Aldrei á kalla. Þá fæ ég aldeilis meil maður. Á þýsku. Ég skellti því í þýðarann og það hljóðaði svona í enskri þýðingu:
Hello, you should announce in the next 3 days not to me, assume yourself I you are a Spassbieter! in this case I expect developed fees to the amount of altogether 70.00 € (adjusting fees 20.00 € plu s sales commission 50.00 € from you the repayment me. You it is hopefully clear that you did not lock one by your offering legal sales contract with me should I anything hear, I you on ebay will announce and the open amount in of you to call, if necessary also judicially you can yourself annoyance and further costs save, by standing either to yours for bid and setting you therefore with me in connection or me those enstandenen costs (70, €) to my account transfers. My Bankverbindun g: cooperative bank Bonn Rhine victory, acc. no.. 341,142,401 3, BLZ 380,601 85 thus, decide you and Mach finally which, or I become actively! Mfg, Anne
Í stuttu máli ber hún upp á mig að ég sé einhver Spassbieter en þýðarinn minn réði ekki við það orð. En það er örugglega alveg svakalega ljótt. Það hljómar eins og það hefði verið notað í Auswitz. Hún segir að hún hafi orðið fyrir beinu tjóni upp á 70€ og að ég sé lygari og svikari og hún muni draga mig fyrir rétt ef nauðsyn krefji. Nú fór loksins að fara um GunnaJak. Hann er nú ekki besti maðurinn til að fara að standa fyrir framan dómara og þá ekki síður þýskan en annan. En kannski var versta hótunin sú að kæra mig fyrir eBay vini mínum sjálfum og láta útskúfa mig frá öllum viðskiptum á eBay. Og það hefði þýtt að ég hefði eftir það verið útilegumaður á Hveravöllum eða Herðubreiðarlindum í Netheimum. Svo ég greip til þess ráðs að skrifa Mfg. Anne bréf. Það er hér í ensku útgáfunni. Ég sendi henni það svo líka á þýsku. Ég er löngu hættur að afsaka enskuna mína, það vita allir sem þekkja mig hvernig hún er og þeir sem eru nýjir hérna og þekkja ekki enskuna mína þá segi ég þeim að ég hef aldrei lært ensku og skammast mín ekki vitund fyrir hana. Ég þori þó að nota það litla sem ég kann:
Hallo Anne!
I dont like the rude sound in your letter. In my country, Iceland, Is this sound not to be use in friendly business. I had send you mail there I give you the reason for my mistake, I not understand Germany language and I was only tray what happen if I push the red and blue Sofort Kaufen. I never believe I had buy a car with only one click, no warning about what is happend. But, maybe I buy the car. If you are not rude and get my respectful talk I maybe buy the car. I only had 100 € now to day, but I can supply 200 € more
in few days. As I tell you in the first Email I be going to buy a car in april 1. but then I own 1000 €. But maybe I can find a loan in Iceland to pay for the rest of the price of the car. If so, it maybe take 1 week or two.
If you dont like non of this, dont read any more of this letter. But if you maybe will my the car still yet, it is something I must now about it. Is the car not with the numbers on? If not, what shall I do to put them on? Is that much cost? I not understand what you are talking about the 20.00 € and 50 € ? Please give me more and better information about that. Is the car in roadworthy condition? Can I sit in it and drive away? (after the numbers is on of course). If not, what problem is to drive away? I must drive tot Hirshals (In
north odd of Denmark) and take a ferry home to Iceland at april. And one more question, can you store the car for me in 2 1/2 months until I go to Iceland? I stay here in Andalusia In Spain to april first or to end of mars. Please answer this letter as soon you can. It is best to use favourable relations between people. That is my method.
Best Whishes:
GunniJak from Iceland staying in Spain.
PS: Excuse my english!
Ekki stóð á svari og nú var hljóðið heldur betur orðið annað:
Hello Gunnar!
It does wrong to me that I fastened a so rueden clay/tone, but usually is it like that that a Bieter, and/or buyer itself within from 3 days to purchase of an article to the salesman announches, around everything to complete. Since I heard absolutely nothing of you, although I She had asked for it, assumed I her itself a crude Fun had made. Which concerns the fees specified by me, then is it like that that it me the costs to refund must, which developed for me with ebay, if it the bought bus now not at the agreed upon price of 900, - Euro take. Those are on the one hand the adjusting fees at a value of 20, - Euro and on the other hand the sales commission at a value of 50, - euro, those I ebay to on pay must. Since you bought the vehicle, that became Car from the offer taken and stood for other Bietern no longer to Order. If you do not take it now, all the same for what reason, must I the bus with ebay stop and the fees again fall for me thus doubles on. That cannot be done naturally. With your requirement you have a legal sales contract closed and itself also automatically in agreement with the trading conditions of ebay explains. If you say, you would not have known that you with one click Vehicle to buy can, must I to you unfortunately say that her itself would have had better before intensively to inform. As said, if you do not want to have the vehicle no more, divide please along and you transfer the resulted costs to me to mine Account. Which concerns the condition of the car, I can assure the following to you: The car is drivingready and technically ok. It does not have no more TUEV and is not announced also (however everything stood also in the description!). In order to be able to drive the cars, you need for Germany and those European Union countries a red number sign that it itself with one Office for traffic to procure must (costs approx.. 20, - euro per day). Which to other countries does not apply, white I unfortunately also. Since I offered the vehicle for a friend, I must me only inform whether it agrees with payment by instalments It would be meaningful then surely that it at least half of the purchase price, i.e. 450, - euro, within the next 1-2 weeks transfer and one further part from 250, - euro to 15.02.04. The remainder of the purchase price (200, - euro) pay in cash if you fetch the vehicle. It is possible, for the car to end March/beginning of April with me to store. As said, it is only one suggestion of me, over that I only still with my acquaintance to talk must. If you agree with it, give me please if possible fast answer! In this case you must the developed ebay fees naturally do not pay.
If you would like to withdraw from the sales contract, transfer to me please immediately the fees at a value of 70 euro, - and divide me also that as fast as possible also! In this case it would be with the payment that Fees done and them need to take the car no longer. Then we can again offer it. Thus please you communicate yourselves to me as fast as possible, like you decided! Thanks in advance! My acquaintance, to who the car belongs, should not in agreement with it its that you pay the money in rates and on a resignation from It exists, applies sales contract naturally again that it the developed Ebay fees to transfer must! Normally I buy only then something, even if I have the money for it. Here again my bank account: Anne sander cooperative bank Bonn Rhine victory account No.: 3411424013 Bank code number: 38060186 I apologize again for my rueden clay/tone in first Mail, but, as said, I had to assume it itself here over a stupid Spassbieter acted. I hope that we can agree reasonably. Many greetings, Anne
Þetta reyndist semsagt vera hin elskulegasta kona og auðheyrt að henni þótti mjög leitt hvað hún var hvatskeytt í fyrsta bréfinu. Og hún hafði ekkert á móti því að selja mér bílinn með afborgunum eins og ég stakk upp á í mínu bréfi. Svo svaraði ég þessu bréfi:
Hello dear Anne!!
I am so happy to hear your friendly sound now, I forgive you your "rude" words :-) I am not buying your car. I am to lasy to have a loan from Iceland then I am here in Spain to take it easy. I am an invalid 60 year old man and has only money to live day to day.
I was traying to pay you now, and all Imformation is ok, but my bank say not can pay euros out of office time. So, first in the morrow morning I send you 80 euros, 10 for your friendly and long letter! I have ever never pay you a centi if I has had other storng worded letter from you!
Ok, to be að friend I pay you 80 euros for one stupid klick on the net. Poor GunniJak.
Thank you for your friendship: Bless: GunniJak
Þessum bréfaskriftum lauk svo með þessu bréfi frá Anne:
Dear Gunnar, it does wrong sincerely to me that you the one "click" to so much money cost and thank you you for your insight and your understanding. I hope that you can recover good and relaxen nevertheless in Spain. I do not have unfortunately also so much money that I can give away it simply. Therefore I am grateful and my two children also. I wish you all property! God bless you! Many greetings, Anne
Ekki lauk þeim alveg þarna, ég svaraði henni og sagði, á minni lýtalausu Ensku:
Dear Anne!
Thank you for your letter, it is wery nicely. Dont warry about the money, I hate money and whish to never see them and never use them. But this is like some the dentist, we can not live with out them. I am happy this matter had a good end.
And if you like to see how the live is in Spain, you can go to this home pages: http://www.fotki.com/gunnijak and I had a blog, but it is in Icelandic language so I think you can not read it, but the link is http://www.gunnijak.blogspot.com My best whises:
GunniJak
Já, það virðist ekki vera neinn endir á því hvað ég get komið mér í mikil og mörg klandur. En þetta endaði nú bara vel.
Ég var að vinna í myndum í kvöld, það er kominn hellingur inn af nýjum myndum og ég er búinn að opna fyrir lokuð albúm. En ég tilkynni það formlega á morgun.
Dúkalím, ef ég dey sendið litla BÝKÓ kistureikninginn.
.
Ég labbaði í bæinn um hádegisbil til að kaupa dúkalím. Ég fór inn í litla BÝKÓ og reyndi með öllu tiltæku Og hugsanlegu látbragði að útskýra hvað mig vantaði, en tókst ekki. Mér var réttur naglbítur, tommustokkur, trélím, naglar, spasl og sement, en bara ekki dúkalím. Ég ætlaði að bjarga heilsunni og líma restina af Lúí með aðeins minna meingandi lími. En þeim í BÝKÓ er alveg sama um heilsuna mína. Svo ég fór bara í "stór"markaðinn í staðinn og keypti mér LGG og Jógúrt. Fæst ekki uppi á brekkunni.
Búinn að vera að vinna í myndum allan seinnipartinn, kannski set ég inn myndir á morgun. Sjáum til.
Jane gaf mér græjur 110 volt. Öskutunnur og kallar. Jane að bora, fólk flýr götuna.
.
Ég var bara slappur í morgun, en fann ekki fyrir neinum krankleika. Rod Riverman bað mig að koma i ljósmyndaleiðangur, en ég treysti mér ekki til þess. Verð að vera í toppformi í svoleiðis ferðir. Þess í stað fór ég í mat til Jane. Dúfurnar fóru að sitja á útiljósinu þegar þær gátu ekki lengur setið á loftkælingunni. Ég reddaði því með vír. Aðalerindið til hennar var samt að sækja geislaspilara og tvo hátalara til hennar. Hún gaf mér þessar græjur, flottir litlir hátalarar, tilvaldir fyrir tölvu og geislaspilari og útvarp sambyggt. En þar á voru tveir gallar. Sá seinni var sá að þetta dót er 110 volt eins og annað í hennar föðurlandi, en það kemur ekki að sök vegna þess að fyrsti gallinn á gjöf Jane er sá að þetta dót er ónýtt. Þannig að það reynir ekki á galla númer eitt. Ég alltaf heppinn. Í alvöru, ég ætla að prófa hátalarana við tölvuna og hendi líklega hinu. Hún var komin með þetta út á gangstétt. Já vel á minnst, öskukallamenningin er bara nokkuð góð hérna. Þið getið nærri að það gengi ekki að sækja ruslið einu sinni í viku, hvað þá á 10 daga fresti eins og í Kópavogi, í 35 stiga hita viku eftir viku. Annað líka, það er alls ekkert pláss fyrir öskutunnur í þessum þröngu götum þar sem húsin eru byggð hvert upp við annað. Og hvað gera spænskir þá? Jú, þeir setja ruslið út á stétt á kvöldin, bara í höldupokunum eða í kössum og svo koma öskukallarnir (Þetta eru alvöru öskukallar vegna þess að það eru viðarkamínur í all flestum húsum og mikil aska sem til fellur) milli 21:00 og 22:00 og tína upp ruslið. Sumsstaðar komast þeir ekki, til dæmis eins og hér hjá okkur Lúí, og þá er bara venjuleg öskutunna með loki í endanum á götunni eða þar sem þeir komast og þeir eru með venjulegar tunnugræjur á bílnum. Já, þeir hreinsa ALLA daga vikunnar. Mér finnst þetta flott og sniðug lausn við þessar aðstæður. Já, græjurnar voru semsagt komnar út á stétt. Nú vantar mig bara rétta snúru milli tölvu og hátalara. Það fæst ekkert tölvukyns í Jimena, skil þetta ekki í 12.000 fólka bæ. Frú Jane var með rosalegan grænmetis-kjöt rétt, ketmix í hvítkáli og allskonar jammelaði með, að ógleymdri hnausþykkri grænmetissúpu á undan. Súpurnar hennar Jane, það er sko ekkert uppþvottavatn!!! Á eftir tók ég hana í kennslustund á nýju borvélina hennar, hún er ákveðin í að setja upp sínar myndir sjálf. Auðvitað bauðst ég til þess, en hún var ákveðin sú gamla. Nú bíð ég spenntur eftir að sjá hvernig henni gangi. Heimsæki hana kannski á morgun. Hjálpaði Lúí að setja upp gardínukappa sem hún smíðaði sjálf!! Ég bara klæddi hann með korki og hélt honum uppi á meðan hún skrúfaði hann í vegginn. Var latur í kvöld og fór snemma að sofa. Prúdencio er búinn að sofa í þrjár nætur uppi, nú er hann tekinn upp á því að sofa á kamínunni hennar Lúi. Ef hann passar sig ekki þá verður grillaður köttur í matinn hjá okkur einhvern daginn.