GunniJak í Danmörku
Ljósmyndaleiðangur í kastalann hinn minni (Lúí Kastali meiri, hinn Kastalinn minni) ADSL hjá Jane
.
Fór um 3 leitið í mikinn ljósmyndaleiðangur. Fór í annað skiptið upp í Kastalann. Ég er að væla um bílleysi en er svo ekki búinn að heimsækja kastalann fyrr í björtu. Rod gaf mér bilaðan þrífót sem kemur mér að fullu gagni með smá límbandi og fifferíi. Tók 185 myndir!! Tæmdi 3 rafhlöður, munur maður að þurfa ekki að spara rafmagnið. Og þessar myndir eru í mjög góðri upplausn. Kortið í vélinni minni er 128 mb svo það er hægt að taka dágóðan slatta af myndum. Í minnstu gæðum tekur kortið ca. 400 myndir en mestu 65-70. Það var gott veður en fjandans mengun þannig að fjallahringurinn var ekkert spes. En þetta var ekki eins og í Landeyjum, þar sem fjallahringurinn er eiginlega það eina fallega að sjá. (Nú tryllast einhverjir(:-) Bærinn liggur svo skemmtilega undir fjallinu sem kastalinn er á og svo sést til næstu þorpa. Þó ekki Gaucin vegna mengunar. Ég tók margar Panorama myndir og svo skaut ég í allar áttir. Þessar myndir koma inn á Fotki fljótlega
Í bakaleiðinni kom ég við hjá frú Jane til að hjálpa henni að koma upp ADSL tengingu inn á Internetið. Fyrst fórum við í Stórmarkaðinn til að fá okkur eitthvað innaníokkur til að það lendi svo utanáokkur. Það gekk í eðlilegum brösum að koma tengingunni á en hafðist að lokum. Nú er ég að drepast úr öfund útí hana, en það vill til að ég má fara í tölvuna hennar hvenær sem ég vil. Hún fer á 10 daga flakk í endaðan feb og þá verður legið í hennar tölvu en ekki minni. Það er örstutt á milli okkar, en upp og niður lóðrétta götu að fara, þannig að ég vildi frekar labba 5 sinnum lengri leið en upp og niður þessar endalausu brekkur hérna. Mig vantar eitthvað á hjólum undir rassinn á mér!!!! (Sko, ég stóð mig vel, nefndi ekki bíl!).
Aðgöngumiðar. Ekki nefna Bíl, Car, Coche, Automobile, Auto, Carro, Voiture, Bil fyrr en 30. mars 2004. Ópel gefinn eða okraður. Símareikningur hár
.
Vaknaði um miðja nótt (09:00) við lætin í verkamönnunum sem eru að gera ógeðið að óógeði. Meiri lætin, ég held að Prúdencio hafi verið lasinn af þessum látum undanfarið. En í kvöld er hann orðinn hress sem aldrei fyrr, enda veit hann að það er helgin framundan. Ég klára aðgöngumiðana og prenta þá líkaFór svo með þá til Rods og fékk að skera þá þar. . Í kvöld kom svo Lúí og færði mér einn til baka, þar með er mér boðið í kvöldverðinn 28. feb. Góð greiðsla fyrir gott verk. Fór heim um 3 leitið og lagði mig, slappaði af og tók mér vænan napp. ( Napp er enska og þýðir að stela sér stund. Eins og Alsherjargoðinn sagði forðum: "Nú mun ég nappa mér smá napp á meðan ég hugsa málið undir skinntutlunni") Svo fór ég aftur í stúdíóið til Rods. Við ræddum bílamál fram og til baka og komumst að þeirri niðurstöðu að réttast væri að láta Rónald Manns bara eiga sig. Ég er búinn að hóta honum öllu illu og honum líður ábyggilega ekki vel með það. Það er hæfileg refsing fyrir lygarnar og svikin. Helvítis rokkurinn. Ég sagði Rod að fjármagnararnir mínir á Íslandi vildu endilega lána mér fyrir öðrum bíl ef hinn klikkaði. (Ég skal viðurkenna að ég gerði þeim aðeins upp orðin). Við lögðum svo á stað í bílakaupaleiðangur og byrjuðum á sama stað og ég ætlaði að kaupa 300 evru bílinn nokkrum dögum eftir að ég kom hingað. Hittum bílasalann og Rod sagði við hann: Hér er vinur minn frá Íslandi og hann langar að kaupa bíl en á ekki nema 450 kall. Ekkert mál sagði Sali og dró okkur út á plan að þriggja-fjögurra ára gömlum Ópel korsa, fallegum og gallalausum bíl með dráttarkúlu og topplúgu. Þennan getur þú fengið á 450 kall!! Ég hvíslaði að Rod, af því samtalið fór fram á Spánversku, að ég ætlaði aldrei að kaupa svona fínan bíl! Og Rod var líka hissa og spurði Sala hvort þessi flotti bíll kostaði virkilega ekki meira en 450 evrur? Ha evrur, þú sagðir 450 þúsund Peseta, var það ekki? Þar lá hundið grafið. Spánverjar gerðu þau reigin mistök þegar þeir tóku upp evruna fyrir 3-4 árum að loka ekki fyrir allt tal um Peseta ræfilinn, sem var ásamt ítölsku lírunni einu gjaldmiðlarnir sem þurftu að nefna hærri tölur í dollarann en við á Klakanum. Þess í stað eru alls konar hlutir og viðskipti ýmist/bæði í Evrum og/eða pesetum. Til dæmis í öllum bankaviskiptum eru allar upphæðir gefnar bæði í Evrum og pesetum. (Símareiknigurinn minn er að vísu aðeins í evrum) Evran er ca. 166 pesetas þannig að Ópel druslan átti að kosta ca. 2500 evrur. Það hálf fauk í Sala og hann spurði okkur hvort við vissum ekki að það væru borgaðir 99.400 pesetar fyrir ónýt bílhræ? Þetta eru ca. 600 evrur og ég skelli þessu svona upp að gamni til að þið sjáið hvað þetta með pesetana er erfitt og heimskulegt. Já, Sali var bara sár og bað okkur, á sínu máli og orðavali, að hunskast burtu og láta ekki sjást til okkar aftur með minna en 166.000 peseta! :-((
Þá sagði ég við Rod að það væri fullt af fólki í þremur löndum orðið svo yfirþyrmandi hundleitt á bílamálunum mínum að þeim væri hér með lokið. Púnktur og basta, og hér eftir má ekki nefna orðið bíl, vechile eða cohcka fyrr en í fyrsta lagi 30. mars. Og þegar ég kom svo heim sagði ég Lúí þetta og hún lofaði að passa sig. Eftir að við höfðum rabbað saman og skipst á slúðri dagsins sagði hún að hún mætti ekki vera að þessu, hún þyrfti að skreppa til vinkonu sinnar á "rauða hlutnum"!
Við Rod héldum uppá bíllausa daginn með því að skreppa inn á pöbbinn á móti Allan og fá okkur smá glaðning. Og ég borgaði í fyrsta skipti sem við höfum verið að bralla saman. Enda í fyrsta skipti sem við förum eitthvað eingöngu minna erinda. Eða erindisleysa. Það kom sýnishorn af bæklingi Nó Erport fólksins frá prentsmiðjunni í Englandi í dag. Ég er óhress með litinn á myndinni með flugvellinum, þeir hafa líka breytt henni og þá til hins verra finnst mér. Þeir tóku svörtu ljótu flugvélarnar mínar og settu inn voða fallegar flugvélar með flugfélagslitum í staðinn. Tóku þar með ansi beittan brodd úr myndinni. Auk þess var myndin brún en ekki græn eins og landslagið er. Það verða þeir að laga þó ég láti kyrrt liggja með flugvélarnar.
Ég fékk fyrsta símareikninginn minn í dag. Og getið þið hvað hann var hár? (ca. 20 cm, tvö af þremur brotum á A4, ha ha ha :-) 424 evrur. Með vask. Og öllu. Þrátíuogáttaþúsundkall. Hér koma símareikningarnir á hálfsmánaðar fresti eins og í gamla daga heima. Þetta skiptist þannig að inntökugjaldið og línan inn til mín eru 11.300.- Íkr, fast gjald 2.765.- Íkr og notkunin 24.268.- Íkr. Þannig að reikningurinn er, að frádregnum stofnkostnaðinum, um það bil 13.500 kall. Íslenskar. Á mánuði vel að merkja. Hér borgar maður 16% vask og er hann innifalinn í öllum þessum verðum. Ég var ekkert óvanur því að borga 15-25 þúsundkalla á mánuði heima, þannig að þó þetta sé há upphæð að borga er þetta ekkert sjokk. Og kom mér ekki á óvart. Og að lokum, klukkutíminn kostar, að jafnaði 64.- Íkr og ég var að jafnaði 6 klst á dag á netinu og reikningurinn náði til 53ja daga. Samtals 325 klst. Svo spyr fólk hvort mér leiðist ekki hér og hvað ég sé að gera allan daginn? Þetta gerir fulla vinnuviku og 2 tíma í aukavinnu. Og svo allt stússið í kringum kellingarnar "mínar" og svo öll verkefnin þar fyrir utan og svo að elda, éta, þrífa, sofa, leggja sig og svo framvegis. Aumingja GunniJak í útlöndum, lætur sér bara leiðast!!!
Hjóla í dónann. Stefnumót klikkaði, eða seinkaði. Hjálpa Jane for food.
.
Nú sendi ég mínum manni harðort og allt að því dónalegt, en ekki alveg samt, bréf í nótt. Gat ekki sofið og rauk upp úr bælinu. Hótaði honum öllu illu, hann yrði útskúfaður úr eBay samfélaginu og ég ætlaði að draga hann fyrir dómara. Ég væri með lögfræðing á mínum snærum sem vildi óður og uppvægur "hjóla íann". Því miður leifði enskukunnátta mín mér ekki að orða þetta svona hnittilega á þvísa máli, hann hefur örugglega skilið mig, vegna þess að um hádegið fékk ég loksins meil frá honum.
Þegar ég er búinn að segja frá öðru sem ég hef verið að gera í dag ætla ég að skella hér inn öllum bréfaskriftum milli mín og Ronalds.
Ég átti stefnumót hérna heima klukkan tíu í morgun, konan með fallega nafnið ætlaði að heimsækja mig og skoða og gagnrýna aðgöngumiðann að kvöldverði Nó Erport fólksins, en hún kom svo ekki fyrr en klukkan 5 síðdegis. Hún var tiltölulega ánægt með það sem komið er og gaf mér leyfi til að klára og prenta miðana. En klukkan ellefu fór ég til Jane til að klára hálfnað verk, dúfurnar halda ennþá fyrir henn vöku og eru líka ótrúlega sóðalegar. Svalirnar hjá henni eru allar fullar af driti. Vibbi. Ég vona að aðgerðirnar í dag muni duga. Svo hjálpaði ég henni með hitt og þetta fleira og klikkti svo út með að éta hjá henni eina dýrindismáltíð. Þvílíkur kokkur, ég er búinn að fá þvílíka matarást á henni Jane minni! Kannski kemur svo hin sortin á eftir, hver veit. Hún á hús í tveimur heimsálfum og bíl inni í bílskúr við annað þeirra. Hver veit.
PS: Konan með fallega nafnið er hún Briony mín. Briony er eitthvað rosalega fallegt blóm með ljúfum ilmi. Alveg eins og hún sjálf. :-)
Hér undir koma allar bréfaskriftirna á milli mín og Ronald Manner Gosaeiganda. Þetta er mikil lesning á þremur tungumálum og það er minnsta mál í heimi að sleppa því. Ef þú ert of latur/löt til að lesa allt skaltu byrja á endinum á bréfinu sem gaurinn sendi mér. Fáránlega heimskulegt og vitlaust.
--------------------------------------------------------------------------------------------------
_____________________________________________________________
31-01-04 Spurngin um greiðsluaðferðir áður en uppboðinu lauk
Hi! If I buy this car, can I pay you to your bank book, my permission on my cret
idcard is to low for this money. You give me your number on bank book and I pay
into it. How is the tiers of your car? Thanks, please anwer my quickly. GunniJak
in Jimena de la Frontera
Halló, ef ég kaupi bílinn get ég borgað þér í gegnum bankann þinn,
úttektarheimildin á creditkortinu leyfir ekki svona háar upphæðir og svo spyr ég
hann um dekkin undir bílnum. Svaraðu mér fljótt.
31-01-04 Svar við Spurngunni um greiðsluaðferðir
Hola Una transferencia es posible. Al final de la subasta puedo enviar los
datos. El coche está en condiciones muy buenas. Gracias
Hello A transference is possible. At the end of the auction I can send the data.
The car is in very good conditions. Thanks -----
Halló, millifærsla kemur til greina. Þegar uppboðinu er lokið get ég sent þér
bankaupplýsingarnar. Bíllinn er í mjög góðu ástandi.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------
02-02-04 Fyrsti dagur Rogginn gaurinn GunniJak!
Hi Ronald!
I am now the new owner of the Sierra! I am wery happy with the price and the car
Of course I trust you and your word about the car.
My name is Gunnar Jakobsson
I am an 60 year old man from Iceland. I stay this winter in Jimena de la Fronter
a and go home again april 4. My system number in Iceland is 251143 7069 and my p
assport number is 214857.My friend in Iceland send my 500 euros then hi had the
bank imformation from you. I pay you the rest then I get the car or I can send y
ou the 105 euros then I had your bank imformation. I am thinking about to take a
train from Jimena to you, It is big sport and experience for me travel with tra
in, it is no trains in Iceland. I will stay over night at Bobadilla and take the
train in ligt of the next day. It is to beutiful area to sleep in train in dark
night. Then I can drop off the train in next station with you. More about that
later. I send you a outprint of form my bank need from your bank. Do you speek e
nglish? My english is bad, I translate the english to spanish with translater I
found on Internet. The url. is: http://babelfish.altavista.com/babelfish/tr
I send you the bank form then I fint your email, here I can not find it. Or you
send me it.
Thanks:
GunniJak Jimena
Núna er ég eigandi Síerrunnar! Ég er mjög ánægður með verðið og bílinn. Vitaskuld
treysti ég orðum þínum um bílinn. Svo kynni ég mig og svo: Vinur minn á íslandi sendir
mér 500 júrur um leið og ég fæ bankaupplýsingarnar frá þér. Svo borga ég þér afganginn
þegar ég sæki bílinn eða millifæri upphæðina strax. Svo segi ég honum hvernig ég ætli
að ferðast til Valencíu.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------
03-02-04 Annar dagur orðinn leiður
Hi Ronald!
If you had bay car on eBay and not hearing a word from the seller at 2 days, how
did you think you feeling? Please send me a mail so I can pay you for the car a
nd get it. It is only 2 month I can use it this winter in Andalusia so every day
I had not the car is lost for tour around your beutiful country.
Please!!
GunniJak in Jimena de la Frontera
Hi Ronald! Segjum sem svo að þú hafir keypt þér bíl á eBay en ekki heyrt orð frá
seljandanum í 2 daga, hvernig heldur þú að þér liði? Vinsamlega sendu mér meil svo
ég geti greitt þér bílinn og sótt hann. Ég hef ekki nema 2 mánuði til að nota hann
hér á Spáni þannig að hver dagur er dýrmætur.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------
04-02-04 Þriðji dagur Farið að síga í suma
Ronald!
Now are three days from my higest bid. What are you thinking about? Did you not
see how bad this is for me? 3 days is maby not so long time, but I am going to b
e foul for all my friends and family I had tell I am a car owner. Please send my
mail still now and tell me how I can pay for the car. After I had paying you I
come so soon I can to get it.
Please answer me, still now.
GunniJak
Ronald! Nú eru þrír dagar liðnir frá lokum uppboðsins, hvað ertu virkilega að hugsa?
Geturðu ekki séð hvað þetta er alvarlegt mál fyrir mig? 3 dagar er kannski ekki langur
tími, en ég er að gera mig að fífli gagnvart fjölskyldu minni og vinum sem ég er
búinn að segja að ég sé orðinn bíleigandi. Vinsamlega sendu mér meil strax og segðu
mér hvernig ég get greitt fyrir bílinn. Um leið og ég er búinn að greiða bílinn
kem ég og sæki hann.
------------------------------------------------------------------------------------------------------
05-02-04 Fjórði dagur Reiður
Ronald!
Tomorrow morning are 4 days I had not heard a word from you. I am started to be
angry, dont let my be wery angry to you, it is bad for both of os. You must now
that you MUST be sell me the car, I am legaly owner of the car after I had pay y
ou the price for it. But you had not yet tell my how I can pay you so it is all
your fault. If you not answer this letter I send eBay mail about our buisness, o
r no buisness. If you do nothing you can never ever use eBay, then you go to bla
ck list there. And I can and will take you to court and then is the matter wery
siriously for you. That minium you can do is tell my why you not talk to me. If
you had sold the car to other person are you in wery deep shit. I had a lawyer w
ho is working for me in other matter and hi is desirous to do something in this
problem between os. Dont let the matter go so long way, sell my the car or pay m
y retribution for the imposture with me. I ask my lawyer how much it is to be. D
ont get my mad, please!
GunniJak
Jæja Ronni Ruslahaugur! (nei nei, þetta er það sem mig langaði að segja en gerði
ekki) Í fyrramálið eru komnir 4 dagar og ég hef ekki heyrt neitt frá þér enn. Ég
er að byrja að verða reður, láttu mig ekki verða verulega reiðann, það væri slæmt
fyrir okkur báða. Þú mátt vita það að þú VERÐUR að selja mér bílinn, ég er löglegur
eigandi að honum um leið og ég fæ tækifæri til að greiða fyrir hann. En þú hefur
ekki svarað mér til að segja mér hvernig ég get borðað bílinn þannig að sökin er
öll þín að hann er ógreiddur ennþá. Ef þú svarar ekki þessu bréfi mun ég meil með
öllum okkar viðskiptum eða réttara sagt viðskipaleysi. Ef þú gerir ekkert i málinu
verður þú útskúfaður úr eBay samfélaginu að eilífu. Og ég get og vil dregið þig
fyrir dómstóla og það væri mjög alvarlegt fyrir þig. Það minnsta sem þú getur gert
er að segja mér hversvegna þú vilt ekki tala við mig. Ef þú hefur selt öðrum bílinn
ertu í skít upp fyrir haus. Ég er með lögfræðing sem er að vinna að öðrum málum
fyrir mig og hann er æstur í að hjóla í þig. Láttu nú málið ekki ganga svo langt
seldu mér bara bílinn eða borgaðu mér skaðabætur. Ég mun spyrja lögfræðinginn minn
hvað séu sanngjarnar bætur. Gerðu mig svo ekki reiðari en ég er nú þegar.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
___________________________________________________________________
Svar frá Ronald 05-02-04 kl. 10:17
Hola Gunnar,
Este es el segundo mail que le escribo. Anterior el 3.02.04!!!!!
Hola Gunnar,
Gracias por su mensaje. lamento comunicarle que hay un ERROR en el precio.
El precio minimo indicado por colores es de 1800 €. la subasta ha finalizado pero
no ha alcanzado el precio minimo. No lo puedo vender a este precio ya que el coche
esta en muy buen estado. Ruego mire la referencia: nº 2456412331
Agradeciendole de antemano su atención, quedo a su entera disposición.
Un saludo
Ronald
En mi primer mail, le explicaba que esto se trataba de una subasta. El precio minimo
del coche es de 1800 € PRECIO MINIMO. La subasta no ha alcanzado el precio minimo.
Insisto en que el coche vale mas que el resultado de la subasta. las condiciones
indican que si no se alcanza precio minimo, NO HAY VENTA!!!
El coche esta en muy buenas condiciones y no bajo el precio menos de 1800 €
Agradeciendote de antemano te atención, quedo a tu entera disposición,
Un saludo
Ronald
Hello Gunnar, This it is the second mail that I write to him. Previous the
3.02.04!!!!! Hello Gunnar, Thanks for its message moan to communicate to him
that there is an ERROR in the price. The price minimo indicated by colors is
of 1800. the auction has finalized but minimo has not reached the price. I
cannot sell it to this price since the car this in very good state. Request
watches the reference: nº 2456412331 Appreciating it beforehand its attention,
has left to its whole disposition. A greeting Ronald In my first mail, he explained
to him that this was an auction. The price minimo of the car is of 1800?
PRICE MINIMO. The auction has not reached the price minimo. I insist on which the
car is worth but that the result of the auction the conditions indicate that if
price is not reached minimo, IS no SALE! The car this in very good conditions
and nonlow the price less than 1800? Agradeciendote beforehand you attention,
have left to your whole disposition, A greeting Ronald
Halló Gunnar! Þetta er annað bréfið sem ég skrifa honum. Áður þann 03-02-04!!!!!! Halló
Gunnar, þakka þér fyrir skilaboðin ramakvein til hans af því það er ERROR (rangfærsla
á tölvumáli eða mistök) í verðinu. Lágmarksboðið átti að vera 1800 evrur
(voru 499 innskog GJ) Uppboðinu er lokið en lágmarkið var ekki leiðrétt. Ég get ekki
selt bílinn á þessu verði vegna þess að bíllinn er í mjög góðu ástandi. Lestu tilvísun
númer blabla. Gerðu þér grein fyrir því að allt uppboðið er fyrir bí. Í upphafi fyrra
bréfsins Ronald Í fyrsta bréfinu mínu áréttaði hann það við hann að þetta er uppboð.
Lágmarksboðið í þennan bíl er 1800 evrur. Uppboðið hefur ekki leiðrétt lágmarksboðið.
Ég á rétt á að segja til um hvers virði bíllinn er, en ástæðan til þess að uppboðið er
ógilt er sú að lágmarksboðið var ekki rétt frá skýrt í uppboðsgögnunum sem þýðir ENGIN
SALA! Bíllinn er í mjög góðu ástandi og lágmarksboð er eðlilegt 1800 evrur. Þú áttir að
vita fyrirfram að að þetta gæti ekki gengið.
PS: Frá GunnaJak: Það er ekki útaf slæmri þýðingu að textinn er allur meira og minna
beiglaður, hann talar um mig í fyrstu, annari og þriðju persónu auk þess sem hann er
allur hálf ruglingslegur.
GunnaÓhappaSyndromJak. Fokk Jú. Prúdencio lasinn af hávaða
.
Nú er farið að síga alvarlega í GunnaJak! Helvítis maðurinn hefur ekki haft samband ennþá!! Alveg 101% týpiskt GunnaÓhappaSyndromJak! Hver annar myndi lenda í því að kaupa "óvart" bíl í Þýskalandi og verða af 80 júgrum og kaupa svo annan bíl á Spáni og eiga svo engan bíl?? Alveg í mínum glæsilega stíl. Fokk jú! (Ég var búinn að útskýra hvað "fokk" þýddi og þegar "jú" er bætt aftanvið á það við um þann sem var rekinn úr koju til að setja upp fokkuna. Jú þýðir það sama og þú, Tjallinn á ekkert þ í sínu máli svo þeir verða að notast við j í staðinn fyrir þ og úr því verður "jú". Málastund GunnaJak :) Ég hef skrifað gaurnum bréf á hverjum degi, glaðlegt og gott fyrst, en smá sígandi og í dag skrifaði ég honum nokkuð harðort bréf. En ekkert dugar, ég er enn ekki farinn að heyra neitt frá honum. Ætli þetta klikki ekki eins og svo margt annað. Ég er nú ljóta fíflið, búinn að skýra hann og allt!! Jæja, kannski sendir hann mér meil á morgun og segist hafa verið með svo mikla steinsmugu að hann hafi ekki getað svarað fyrr, hver veit. Ég skrapp í bæinn í kvöld um kl. 19:30. Vantaði peninga (Hafið þið nokkurn tíman heyrt þessa setningu eða sagt hana sjálf?) og mat handa okkur Dúdda mínum. (Prúdencio) Annars er hann búinn að vera hálf lasinn held ég undanfarið. Ekkert étið og hálf eirðarlaus. Ég skrapp í búðina í morgun og keypti handa honum beikon, en það er það besta sem hann fær. En hann leit ekki við því. Samt er hann alltaf að snýkja af mér og ef ég opna ísskápinn er hann kominn vælandi. Greyjið gamla.
Gosa pabbi dóni. Tapas enn og aftur. Lítill bjór, en góður. Fýla að fara. Heimsótti Rivermann. Leiðinlegar karmellur.
.
Gaurinn lét ekki heyra í sér í dag heldur. Helldi. Hvað er að manninum? Ég sendi honum ákveðið en mjög kurteisislegt bréf þar sem ég bið hann að setja sig í mín spor, hvað hann sjálfur myndi hugsa við svipaðar aðstæður. Meira get ég ekki gert. Kannski er þetta bara óþolinmæði hjá mér. Skrapp aftur til Rod í dag, hann hringdi í tryggingarnar en þá bilaði eða hætti að virka hjá honum gemsinn. Hann ætlar að hringja úr heimasímanum sínu seinna í dag. Ódýrara og öruggara. Ég labbaði í bæinn og verslaði í Stórmarkaðinum okkar, nei nei, engin verðdæmi núna. Þér er óhætt að lesa áfram þessvegna. Ég er farinn að stinga mér inn á Tapas pubb á leiðinni heim þegar ég skrepp í bæinn. Oftast á sama stað. Það er eldgamall og frekar sóðalegur Tapasstaður þar sem mis gamlir/ungir kallar sitja og spila daginn út og daginn inn. Þarna er enginn hávaði, nema í köllunum, og mórallinn afskaplega afslappaður. Þá fæ ég mér gjarnan einn bjór úr krana og einn Tapas af eihverju tagi. Ef ég hef nógan tíma læt ég gjarnan hita/elda eitthvað handa mér, annars bara salllladdd eða annað kalt. Bjór úr krana já, það er ekki sama hvar þú ert þegar minnst er á bjór úr krana. Ef þið hafið séð fyrir ykkur þrýstna og búttaða þýska kvinnu í smekkpilsi og með 2ja lítra bjórkönnu í hendinni, plís, gleymið því. Hér er bjórinn settur í upphátt lítið glas sem ég er viss um að nær ekki nema 1/3 líter. Óttalega eitthvað tíkarlegt. En ódýrt.
Stór dagur hjá okkur Lúí! Nei nei, við vorum ekki að trúlofa okkur, hvorki hvort öðru eða einhverjum öðrum. Þessi hamingja okkar er um skítalykt. Hér fyrir ofan okkur er nýbyggt hús, þar sem Cícó vinur minn á heima, og þegar húsið var byggt fór klóakleiðslan í sundur og þegar ég kom hér fyrst rann klóakið einfaldlega niður götuna okkar! Oj bara! Ég veitti því út í götukantinn og þar rann það eins og í fátækrahverfi í Ríjó. Það hefur verið fjandans fýla af þessu af og til, stundum þegar ég hef farið út á götu á brókinni einni saman til að pissa og anda að mér höfgum ilmi af rósaviði og pálmum hefur gosið á móti mér þessi líka geðslega klóakfýla. Svei þeim! Aumingja Lúí er búin að berjast í því eins og ljón að þetta verði lagað en það hefur strandað á því að enginn vill bera af því kostnaðinn. Bærinn segir að húseigandinn eigi að borga og svo segir húseigandinn að bærinn eigi að borga. Svona er þetta búið að ganga í hátt í ár og ekkert skeður, þangað til í fyrradag að hér mætir fríður flokkur manna frá næsta sveitafélagi og byrjar að djöflast og umbylta og grafa og leggja rör og brunna og svo framvegis. Ég held ég þurfi ekki að segja meira hér, ég hef verið að taka helling af myndum af framkvæmdunum og ég ætla að reyna að koma þeim inn á eftir ef ég get. Og nenni. Þar fáið þið að vita allt um ógeðið í Jimena. Sem nú er sem óðast að verða fyrrverandi ógeðið í Jimena.
Ég var búinn að vera í tölvunni allan seinnipartinn og fram á kvöld. Það er mikið að gera á netinu núna, ég á í basli með eBay, get ekki með nokkru móti borgað pappír sem ég er búinn að panta og VERÐ að kaupa, gaurinn sem selur pappírinn notar ekki greiðslukort svo ég verð að fara aðrar leiðir. Það er til fullt af fyrirtækjum á netinu sem sjá um að koma peningum frá aðila A til aðila B. Fransmaðurinn sagðist nota ákveðið fyrirtæki sem væri bæði einfalt og öruggt að nota. Fyrst varð ég að millifæra upphæðina (32,50€) inn á þýskan banka og svo þarf peningurinn að fara þaðan til greiðslufyrirtækisins og svo þaðan til aðila B. En ég get ekki með nokkru móti komið peningnum útúr þýska bankanum og til fyrirtækisins. Það endaði, eftir margra klukkutíma basl, með því að ég sendi SOS til fyrirtækisins og bað um hjálp. Nú bíð ég bara eftir svari frá þeim. Þegar þessu var lokið og ég var búinn að kíkja í tíunda skipti á póstinn minn í dag til að gá hvort bíleigandinn hafi meilað til mín, fékk ég allt í einu algjört ógeð á tölvunni minni. Gat ekkert gert, ekki snert hana. Ég rétt hafði að slökkva á henni. Nú, ég var búinn að leggja mig tvisvar í dag, kríu í hið fyrra skiptið og kríuvarp í hið síðara svo það var eiginlega ekki hægt að endutaka leikinn í hið triðja sinn. Hvað átti ég að gera af mér? Nennti ómögulega að fara að lesa bók og þá allt í einu fattaði ég það að það eina sem ég hef gert heima hjá mér síðan ég kom hingað er að hanga í tölvunni!! Klukkan var um hálf níu og komið svarta myrkur svo ekki gaf til útsýnisferða. Lúí ekki heima svo ekki gat ég skroppið upp(í) til hennar. Ég rauk út í fússi og labbaði mig alla leið heim til Rods og Lis. Það er nú enginn smá göngutúr, ég hef áður lýst leiðinni, nema að núna fór ég báðar leiðir eftir veginum. Ómögulegt að fara asnagötuna í myrkri, sosem nóg að fara hina leiðina í myrkri. Að vísu er rúmlega hálft túngl núna, en það var skýjað svo það dugði lítið. En ég er ekki myrkfælinn, það sannaðist kvöldið sem ég skar sundur rafmagnssnúruna á Narfastöðum forðum.
Það var eins og Rod og Lis hefðu séð afturgöngu, það er mjög sjaldgæft að það komi labbandi gestir í myrkri til þeirra. Vitanlega lenti ég í konfekt og karmelluslag þar, ljóta draslið. Kannski af því kötturinn var búinn að veiða músina eða það hefur aldrei verið músafaraldur á þeim bæ. Andstyggð að nota rottuna á lyklaborðinu og enginn er sný...... á konfektinu. Hvernig komast þær af án hans? Spyrjum stelpurnar. Jæja, Rod fékk fyrstu lexíuna í tækninni þrátt fyrir allt, en hann er ekki búinn að setja inn FótóSjoppið ennþá, vantar minni segja þeir honum sem allt vita. Kvöldið hjá þeim endaði með þessum líka kjúklingaréttinum. Soldið öðruvísi, en skelfilega góður. Og með honum voru venjulegar soðnar kartöflu, sjaldgæft hér um slóðir! Ég kom heim um hálf tólf og ætlaði rétt aðeins að kíkja á póstinn minn og slökkva svo aftur á tölvunni. Til að gera langa sögu stutta slökkti ég á henni klukkan 04:30! Snöggur bati á tölvuleiðavírusnum!!
Hvað um Gosa? Kaupi síma í Estacion. Ekki til í Jimena.
.
Ég hef ekkert heyrt frá bíleigandanum í dag. Þykir það soldið skrítið að hafa ekki strax samband, ég myndi alla vega gera það. Fór til Rods í stúdíóið og hann hringdi fyrir mig í tryggingafélag til að grennslast fyrir um hvernig tryggingum útlendinga á spænskum bílum væri háttað. Honum var sagt að það væru engar hömlur eða erfiðleikar á því. Svo spurði hann um verð og fleira en þá sagðist tryggjarinn (nýyrði) þurfa að athuga það betur og myndi hringja eftir korter. Þegar Rod hafði lagt á fór hann að skellihlæja, en þó með grátviprur við munnvikin. Sagði svo að þetta þýddi nú alveg eins klukkutíma, dag eða viku. Þetta var um kl. 10:50 um morguninn og þegar ég hafði samband við Rod í kvöld var ekki farið að hringja enn. Spánn. Manjana. Síesta.
Labbaði mig alla leið í Estacion til að kaupa mér síma. Það fást nefnilega ekki símar í Jimena. Engin svoleiðis búð hér. En í Estacion er nýleg búð sem selur allt mögulegt, húsgögn, raftæki og síma! Afgreiðslustelpan talar meira að segja hrafl í ensku. Ég fékk vegg-borð síma á 18€ eða ca 1.600.- kall Íkr. Var að deyja úr þreytu þegar ég kom loksins heim. Svakalega misjafnt milli daga hvað ég hef mikið þol og úthald. Suma daga er það bara ekki neitt en aðra daga hef ég miklu meira úthald.
Bíleigandi. Gosi og ekkert nema Gosi. Nokkurhundruð og fimm júgur. Fjárskaði ægilegur. Myrkraferð.
.
Hellingur af nýjum myndum: Frá Lágafelli, Bíllinn minn, Frá ferð til Gaucin og Ljósmyndaferðir til Castellar!
Stór dagur að kvöldi kominn. Góðar fréttir og slæmar fréttir. Aldrei slíku vant er best að koma með góðu fréttirnar fyrst. Það fór eins og mig grunaði í gærkvöldi, ég gat ekki sofið fyrir spenningi og vaknaði klukkan 08:00 þó ég hafi stillt klukkuna á 10:30. Hálftíma áður en uppboðinu á Fordinum lauk hafði enginn boði í hann, svo ég bauð 5€ og um leið, á sama sekúndubrotinu var kominn annar og bauð 5€ yfir mig. Ótrúlega fljótur! Svo ég bauð aftur 5€ yfir hann, en eins og í fyrra skiptið bauð hann aftur á meðan ég flutti fingurinn af takkanum. Ég var búinn að ákveða það fyrirfram að fara allsekki yfir 50€ umfram upphaflega verðið, en ég þoldi ekki þessa frekjudós svo ég bauð og bauð á móti honum, alltaf hækkuðu báðir um 5€ þangað til hann hafði náð næsta hundraði og Fordinn hafði hækkað um 100€ (9 þúsund kall) og þá gafst ég upp. Þá datt mér í hug að það sé hægt að setja í gang einhverja maskínu á eBay sem bjóði og bjóði sjálfkrafa um einhverja upphæð þar til vissri upphæð sé náð, en hætti þá. Ég fór að hugsa um að vitanlega hefur gaurinn ákveðið að láta maskínuna hætta á hundraði svo ég ákvað að bjóða einu sinni enn. Hundraðið og fimm. Og viti menn, ekkert skeði og hálftíma seinna rann uppboðið út, fyrsta annað og þriðja og ég átti/á Fordinn!! Hérmeð óska ég sjálfum mér til hamingju með að vera orðinn bíleigandi. Og bíllinn heitir
GOSI og verður ekki nefndur annað hér eftir í Dagbókinni, nema kannski til að minna á nafnið. Það var fullt af myndum sem fylgdu af honum í auglýsingunni og skellti ég þeim inn á netið. Þetta er svakalega sportlegur bíll en samt ekki skemmdur af sporti. Trúlega fallegasti bíll sem ég hef eignast. Og ekki var lýsingin léleg, aðeins einn eigandi, það er á honum dráttarkrókur, sem myndi nýr úr Bílanaust og kominn á bílinn kosta ca. bílverðið!! Hann er með beina innspýtingu sem þýðir minni mengun og meiri kraftur. En, því miður, ekki minni eyðsla. Ætlann eyði ekki ca. 10-11 á hundraðið ef hann er eins góður og af er látið. Gosi á heima 30-40 km norðan við Valencia, en þangað er ca. 11 klukkutíma lestarferð!! Svona ca eins og frá Keflaví til Raufarhafnar, að minnsta kosti. Vitanlega gæti ég flogið milli Malaga og Valencia, en ég vil ekki missa af þessu tækifæri til að fara í flotta lestarferð. Það er skipt um lest á miðri leið og tekin næturlest þaðan á leiðarenda og komið snemma morguns til Valencía, en ég tými ekki sofa af mér eitt fallegasta svæði jarðar og ætla þess vegna að gista þar sem lestirnar mætast og taka morgunlestina daginn eftir í björtu alla leið. Þetta mun kosta ca. 100€ en ég sé ekki eftir þeim pening, spara bara við mig í mat í staðinn :-( Nú bíð ég eftir meili frá gaurnum um það hvernig hann vill haga greiðslum og afhendingu o.sv.frv. Vitanlega vil ég fara sem fyrst og allavega í þessari viku. Það er nefnilega kominn mánudagur hjá mér og klukkan að verða fjögur að nóttu. Ég skellti helling af myndum á Fotki í dag og í gær og það er yfirlit yfir þær hérna.
Og þá eru það vondu fréttirnar. Ég er búinn að týna sauðfénu mínu. Algjörlega og endanlega. Þannig að nú þýðir ekki að hringja í gemsanúmerið mitt. Aftur á móti ætla ég að fá mér venjulegan verkamannasíma í fyrramálið og tengja hann við línuna mína og þá er hægt að hringja í mig beint eins og hvern annan alminlegan sveitamann. Ég ætla semsage ekki að fá mér annan gemsa fyrr enn ég kem heim, ef ég kaupi mér þá nokkuð annan gemsa. Ég hef ekkert að gera við hann hér og hvernig lifði maður og komst af án gemsa hér í gamla daga? Mér er spur. Nú er ég að fara að sofa enda þreyttur eftir erfiðan dag. Já vel á minns, ég "skrapp" og heimsótti Rod & Lis í kvöld eftir að dimmt var orðið. Það er nú meira en að segja það að fara niður að ánni og svo uppeftir aftur. Hæðarmunurinn er mörg hundruð metrar og snarbratt á köflum. Enda datt ég útaf sofandi þegar ég kom heim og vaknaði svona eitilhress eins og sést á dagbókinni og myndasíðunni.