GunniJak í Danmörku
22.8.05
  GunniJak vaknaður til lífsins. Hálsrígur. .
.
Hæ þið öll sömun!!

Ég er með hálsríg. Vaknaði með þetta helvíti í gærmorgun. Kannski út af pínulítilli þynnku sem ég aflaði mér í partíi hjá Joanesi kvöldið áður. Ég finn sjálfur harðan hnút vinstra megin á hálsinum og alveg niður á bak. Bjarki gaf/lánaði mér Allóa Vera hitakrem sem ég nudda á mig. Vonandi gerir það gagn, það versnar alla vega ekki við að bera það á sig. Ég vaknaði endanlega klukkan 7 í morgun eftir að hafa sofið illa og haft slæmar draumfarir. Græjan virkaði samt prýðilega í alla nótt. Ég er nefnilega farinn að nota öndunarvél á nóttunni til að minnka hroturnar og kæfisvefninn. Þetta hefur hresst mig mikið og kannski er það ástæðan fyrir því að ég er að pikka þessar línur núna.

Já, nú er ég farinn að blogga aftur. Ég ætla ekki að segja það neinum nema örfáum útvöldum. Og í guðanna bænun þið útvaldir, ekki vera að þreyta ykkur á að gefa mér komment. Ég bloggaði á annað ár og fékk aldrei nein viðbrögð og nú ætla ég ekki að gera mig að því fífli að biðja ykkur sem lesið þetta að Kommintera dagbókina. Ég hreinlega banna það bara. Og fyrir bragðið eigið þið ekkert hjá mér og ég blogga bara þegar mér sýnist og ætla ekki að vera með móral, eins og í fyrra skiptið, yfir að þið fáið ekki að fylgjast nógu vel með mér. Enda er mér nákvæmlega sama. Ég hefði fengið einhver viðbrögð ef fólk hefði haft áhuga. Amen.

Í gær fórum við Bjarki heim til Jette og Finn að ná í bílinn hans Bjarka. Hann dagaði þar uppi af því við fengum okkur aðeins í tána kvöldið áður. Svo fórum við Arnar Freyr í sund í litlum sundlaugargarði niður við fjörð. Man ekki í augnablikinu hvað það heitir. En við urðum fyrir vonbrygðum, það var þar enginn gestur nema við og þar er ekkert gert fyrir krakka. En túrinn var góður eins og allir túrar hjá okkur vinunum, fengum okkur kex og kók á eftir. Ég fór út í Ullarkofann eftir kvöldmat og kláraði að brjóta niður vegginn sem hálf hrundi þegar ég tók dyrakarminn úr. Þetta er skrifað klukkan átta að morgni og allur dagurinn framundan. Kannski blogga ég meira í kvöld, það kemur bara í ljós. 
Dagbók GunnaJak

ARCHIVES
02.11.03 / 09.11.03 / 16.11.03 / 23.11.03 / 30.11.03 / 07.12.03 / 14.12.03 / 21.12.03 / 28.12.03 / 04.01.04 / 11.01.04 / 18.01.04 / 25.01.04 / 01.02.04 / 08.02.04 / 15.02.04 / 22.02.04 / 29.02.04 / 07.03.04 / 14.03.04 / 21.03.04 / 28.03.04 / 04.04.04 / 05.09.04 / 12.09.04 / 19.09.04 / 26.09.04 / 03.10.04 / 10.10.04 / 17.10.04 / 24.10.04 / 31.10.04 / 07.11.04 / 14.11.04 / 21.11.04 / 28.11.04 / 19.12.04 / 09.01.05 / 16.01.05 / 06.02.05 / 21.08.05 / 05.02.06 / 09.08.09 / 17.03.13 / 01.11.15 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting by HaloScan.com