GunniJak í Danmörku
11.9.04
  Maggi frændi. Mála. Flytja. Éta. Borða. Næra sig. Algjört svínarí. .
.
Ég var ræstur klukkan 09:30 og spurður hvort ég ætlaði að sofa í allan dag. Rauk á lappir og eftir ríkulegan morgunverð fór ég að mála ÁK herbergi. Klára að skera og langt kominn með seinni umferðina með rúllunni þegar ég var orðinn svo þreyttur að ég lagði mig "aðeins" í sófann. Vakinn af Bjarka sem var kominn til að sækja mig í mat. Tókst semsagt ekki að klára herbergið.
Frú Heiðrún vinnur á Svínabúi þar sem eru ca. 500 giltur. Hún á frí aðra hverja helgi, en núna var vinnuhelgi. Um helgar á hún soldið lengri miðdagspásu og eftir hana fórum við ÁK með henni í vinnuna. Það væri efni í margar blaðsíður að segja frá því sem fyrir augun bar, en venjulegum íslendingi fallast hendur innan um öll þessi svín. Allt frá eldgömlum göltum og til grísa sem ég sá skjótast úr mömmu sinni. Þetta bú er frekar aftarlega á merinni hvað alla aðstöðu áhrærir, bóndinn lítt tæknisinnaður og orðið tölva er algjört bannorð. Eins er aðbúnaður og hreinlæti ekki sem best, vegna þess að það er slæm aðstaða til að halda í horfinu. Skömm að því að háskólamenntaður búfræðingur með hæstu landbúnaðrskólagráðu sem hægt er að ná á Íslandi skuli vinna við þessar aðstæður. Þarna vinna 2 starfsmenn + bóndinn og er með ólíkindum hvað þetta fólk getur afkastað. 500 giltur, 15 grísir úr giltu að jafnaði ( + - 5 stikki) og þurfa að fylgja þessum hóp frá vöggu til slátrunar, Púff, ég hefði ekki treyst mér til þess arna á meðan ég var upp á mitt besta. Nú er Heiðrún búin að fá vinnu á 4x stærra búi og þar er allt upp á það besta. Allt tölvuvætt og sjálfvirkt, bara sitja við skjáinn og ýta á takka til að fóðra og svo besta aðstaða til að forfæra gripina á milli staða á búinu. Auðvitað er alltaf heilmikil handavinna, og það þarf að fylgjast með gyltunum þegar þær gjóta, en þetta kemur til með að verða allt annað líf. Og mun hærra kaup. Og milklu stærri og betri búgarður til að lifa á, húsið er "bara" 300 fermetrar, aumingja Heiðrún og fjölsk. að þrífa allt þetta hús!! Aumingj GunniJak verður að kúldrast í skitnum 40 fermetrum, annað en flotti Ullarkofinn!! Í alvöru, þetta er risa hús. 26 metra langt og herbergi í öllu risinu. Og 300 fermetrarnir eru BRÚTTÓ sem þýðir nýtanlegt gólfpláss. Svo samdi Heiðrún við nýja vinnuveitandann, en hann á búgarðinn sem þau eru að flytja inn í, um að borga ákveðna upphæð á mánuði í kyndi-olíu, burtséð frá því hvað þau kynda mikið svo það ætti að geta orðið sæmilega hlýtt hjá þeim. Ég myndi skella inn myndum á Fotki.com ef hleðslutækið væri ekki bilað. Fjandinn. Gat ekki tekið nema örfáar myndir á leiðinni frá Köben til Bejestrub. Ég var reyndar með mynavélina hennar Heiðrúnar í dag a'ð taka myndir á gamla vinnustaðnum. Svo þegar hún verður komin á nýja staðinn eftir mánaðarmót ætla ég að taka myndir þar líka og bera saman. ÆÆ, nú kom ég upp um mig, ég hef ekkert gefið upp hvað ég æltla að vera lengi, en trúlega verð ég eina eða tvær vikur í viðbót. Eða þangað til allir verða orðnir hund, katt, fólks-leiðir á mér. Kannski strax á morgun, hver veit.

Við Bjarki og ArnarFreyr fórum í skemmtilegan leiðangur í kvöld eftir mat. (Rosalega stórir, Rosalega þykkir og Rosalega góðir heimagerðir Hamborgarar) Frændi Bjarka, Magnús, á heima mitt á milli Álaborgar og Bejstrub. Hann er rammíslenskur og á danska konu, sem þó talar íslensku. Hann lifir og hrærist í hestum, hestum og aftur hestum. Verri (betri!) með það en Heiðrún og Bjarki. Eitur hress náungi sem maður fær á tilfinninguna að hafa þekkt alla tíð. Kjaftfor og skemmtilegur. Hann er af austfjörðum og við hnakkrifumst um Kárahnjúka og fólk sem ekki nennir að vinna í fiski (sem er ekki til) en vill frekar vinna í álveri í 40 stiga hita og mengun. Rimman endaði með því að við ákváðum að halda áfram yfir öðru rauðvínsglasi og öðrum kaffibolla seinna. Ég á sko sannarlega eftir að heimsækja hann oftar. Allavega í björtu til að sjá hvernig hann býr.
Ég gleymdi því að við fórum 2 flutningsferðir á Möstunni í kvöld. Flott að geta flutt svona smám saman en þurfa ekki að rjúka með allt á einum degi.



 
10.9.04
  Mála Mál Málum blandið. Grill. Ekkert sofið. .
Sprækur eins og lækur í allan dag. Vakna klukkan 10:30 og fer svo út í 103 þegar ég var búinn að fá mér ríkulegan morgunverð. Bjarki og Heiðrún í vinnu, ÁK í skólanum og stubbur Arnar Freir á dagheimili. Svo ég var einn heima og labbaði bara uppeftir. Giska á að það sé ca. 1 kílómeter eða aðeins meira. Svo var málað og málað alveg til kl. 21:30 í kvöld. Með nokkrum eðlilegum hléum. Td. þurftum við Bjarki að skreppa í BÝKÓ í næsta bæ til að kaupa meiri málningu. Í bakaleiðinni keyrðum við í gegnum þorpið Bystrub eða eitthvað svoleiðis og þegar við erum nýkomnir út úr því blasir 103 við!! Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að það eru aðeins um 2-300 metrar að fyrstu húsunum í þorpinu og að 103! Þetta er bara smábær, kannski 30-40 hús. Á Íslandi væru þar 2 vídeóleigur, 10/11 búð, 2 sjoppur og matsölustaður. Og á Spáni væru þar 3 pöbbar með Tapas. En hér er ekkert af þessu, ekki einu sinni sjoppa. Ef það er þvottahús í bænum þá slagar hann upp í Rauðalæk, annars ekki. Heiðrún grillaði kjúklingaleggi á nýja staðnum, það fyrsta sem þar er gert fyrir utan málningarvinnuna. Rosalegt nammi, ummm! Við vorum bara á stuttermabol úti að borða, enda um 23ja stiga hiti. Garðurinn þarna maður, það er frumskógur frekar en garður. Hundrað trjátegundir og álíka margar tegundir af blómum. Er samt í hálfgerðri órækt. En samt eins og í bestu ævintýrum. Ég viðurkenni að ég var orðinn ansi þreyttur í kvöld og vonandi þarf ég ekki að sofa í 20 tíma til að ná mér niður!! Sæunn hrindi í mig í dag til að athuga hvort ég hefði komist lifandi alla leið, og þar sem ég svaraði sá hún að svo var.
 
  Mála Mál Málum blandið. Grill. Ekkert sofið. .
Sprækur eins og lækur í allan dag. Vakna klukkan 10:30 og fer svo út í 103 þegar ég var búinn að fá mér ríkulegan morgunverð. Bjarki og Heiðrún í vinnu, ÁK í skólanum og stubbur Arnar Freir á dagheimili. Svo ég var einn heima og labbaði bara uppeftir. Giska á að það sé ca. 1 kílómeter eða aðeins meira. Svo var málað og málað alveg til kl. 21:30 í kvöld. Með nokkrum eðlilegum hléum. Td. þurftum við Bjarki að skreppa í BÝKÓ í næsta bæ til að kaupa meiri málningu. Í bakaleiðinni keyrðum við í gegnum þorpið Bystrub eða eitthvað svoleiðis og þegar við erum nýkomnir út úr því blasir 103 við!! Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að það eru aðeins um 2-300 metrar að fyrstu húsunum í þorpinu og að 103! Þetta er bara smábær, kannski 30-40 hús. Á Íslandi væru þar 2 vídeóleigur, 10/11 búð, 2 sjoppur og matsölustaður. Og á Spáni væru þar 3 pöbbar með Tapas. En hér er ekkert af þessu, ekki einu sinni sjoppa. Ef það er þvottahús í bænum þá slagar hann upp í Rauðalæk, annars ekki. Heiðrún grillaði kjúklingaleggi á nýja staðnum, það fyrsta sem þar er gert fyrir utan málningarvinnuna. Rosalegt nammi, ummm! Við vorum bara á stuttermabol úti að borða, enda um 23ja stiga hiti. Garðurinn þarna maður, það er frumskógur frekar en garður. Hundrað trjátegundir og álíka margar tegundir af blómum. Er samt í hálfgerðri órækt. En samt eins og í bestu ævintýrum. Ég viðurkenni að ég var orðinn ansi þreyttur í kvöld og vonandi þarf ég ekki að sofa í 20 tíma til að ná mér niður!! Sæunn hrindi í mig í dag til að athuga hvort ég hefði komist lifandi alla leið, og þar sem ég svaraði sá hún að svo var.
 
9.9.04
  GunniJak sefur og sefur og sefur og sefur etc etc........................... .
Fór að sofa klukkan 11:00 í gærkvöldi. Og vaknaði klukkan 08:00 í morgun við að Ásta Kristín var að fara í skólann. Var að hugsa um að drífa mig svo á 103 (Nýja húsið er við Bæjestrubsvej 103) til að mála. En ég var svo syfjaður að ég lagið mig aðeins og stillti klukkuna á 09:00. Líklega hefur hún hringt en ég bara stoppað hana sofandi vegna þess að það sem ég man næst er að ÁK kemur og vekur mig klukkan 11:45!! Eftir mat fer ég svo með Heiðrúnu út í 103 um eittleitið og ég byrja að mála eins og ekkert sé. Er samt voðalega eitthvað slappur og sest fljólega í sófa sem þar er. Næsta sem ég veit er að ég er hristur rækilega til, ÁK komin út skólanum og klukkan orðin 15:30. Shitt! Eftir smá málun förum við heim og ég bara væflast um húsið fram að kvöldmat og fer svo að sofa um kl. 22:30. Bjarki og Heiðrún sögðu að nú myndi ég ekkert sofa í nótt, búinn að sofa 15 tíma af síðustu 24!! Þetta er skrifað á föstudagskvöldi, enda hafði ég enga heilsu til að skrifa í gærkvöldi. Og viti menn, ég svaf til klukkan 10:30 í morgun!!! Ég var bara eitthvað lasinn, þó ég fyndi hvergi til.
 
8.9.04
  1. dagurinn í Danmörku. GunniJak á hjóli!! Málari Ég fór að sofa klukkan 11:00 í gærkvöldi og það gat ekki þýtt nema eitt fyrir mig, ég vaknaði klukkan 05:00!! Hugsaði mér gott til glóðarinna, klæddi mig, fór niður á fyrstu hæð og ætlaði að fara að græja Dagbókina mína betur. En, þurfti tölvan þá ekki að vera læst með passwordi, eins og flestar tölvur eru reyndar. Dundaði mér bara við annað þar til húsbændurnir og Arnar Freyr fóru á fætur. Borðaði með þeim morgunmat og svo þegar þau voru að fara ætlaði ég að leggja mig, en þá var Ásta Kristín að koma framúr. Var að dúlla mig með henni þar til hún fór í skólann um klukkan átta. Þá lagði ég mig loks og stillti klukkuna á 11:00. Klukkan 13:30 er skellt vekjarahringjandi farsíma á eyrað á mér og blöskraði Ástu Kristínu þá að ég ætlaði að sofa allan daginn. Þegar ég loksins drattaðist framúr fékk ég mér að éta og svo fórum við ÁK HJÓLANDI yfir í nýja húsið þeirra. Já, hvort sem þið trúið því eða ekki þá settist GunniJak upp á hjólhest og hjólaði þennan rúma Kílómeter sem er að næsta heimili þeirra dananna. Mér féllust alveg hendur þegar ég leit höllina og allan bæinn raunar. Þvílík villa maður! Húsið er um 25 m langt á tveimur hæðum og ca. 300 m2! Kem seinna með helling af myndum af því. Svo fór ÁK aftur í skólann upp úr kl. 03:00 en við Heiðrún fórum í Býkó í næsta bæ (ca. 13 km) og keyptum í matinn og málningu á nýja húsið. Svo fóru allir á nýja staðinn í kvöld og máluðu eitt og hálft herbergi. Þreytt fólk í kvöld. Góður dagur i 24ra stiga hita og glaða sólskyni.
 
7.9.04
  Kominn til Danmerkur!!!!

Kæru ættingjar og/eða vinir! (Þið þurfið ekki að vera ættigjar mínir til að vera vinir mínir og þið þurfið heldur ekki að vera vinir mínir þó við séum ættingjar :-)

Ég ákvað það í vor þegar ég kom heim frá Spáni að byrja ekki að blogga/dagbóka aftur fyrr en ég væri kominn út fyrir landsteinana aftur. Og eins og áður sagði er ég kominn til Danmerkur.

Síðastliðna nótt svaf ég (rétt)"hjá" henni Ólafíu í Hafnarfirði, en hún er mamma Sæunnar bónda á Lágafelli. Ég stillti klukkuna á 04:15 og ætlaði að taka rútuna sem fór frá BSÍ klukkan 5. Þegar ég er nýkominn á stæðið fyrir utan Förukrána þar sem flugvallar rútan stoppar þá kemur rútan sem lagði af stað korter fyrir. Ég dreif draslið úr bílnum og lagði honum eins og Lödu Sport þegar ég fór til Spánar í fyrra. Ég var feginn af því það var rok og rigning á þessu skeri eins og vanalega.

Ég fékk þar með tvo tíma í flugstöðinni og nýtti þá til að fá mér kaffi. Svo fór ég í Fríhöfnina og keypti mér EITT lítið Tobleron og tvær flöskur af Brennivíni. Þið vitið þessar pínulitlu sem eru bara einn snafs. Ég sagði Lúí Kastel frá Brennivíni í fyrra og hún var svakalega spennt fyrir því. Ég lofaði að færa henni eina flösku næst þegar ég kæmi. Hver er sínum gjöfum líkastur!!!!

ÆÆ, ég mátti viða að ég yrði að borga yfirvikt en var að vona að það yrði ekki svona mikið. Ég hefði grætt á því að bjóða einhverjum með mér til Köben og borga fyrir hann farið og látið hann hafa helminginn af farangrinum. Segi ekki hvað það var mikið :-( Ég var svo ljónheppinn að fá sætið 14B, en það þýðir að ég sat við neyðarlúguna og þar með var ekkert sæti fyrir framan mig og ég gat teygt úr mér alveg eins og ég vildi. Mér til mikilla vonbrygða svaf ég ekkert, eins og ég hefði nú viljað sofa, enda veitti mér ekki af því.

Lestarstöðin er í sjálfri flugstöðinni á Kastrup og minnsta mál að taka lestina þar. En Örorkuskírteinið mitt var ekki tekið gilt, mér til mikila vobrygða og þar með á ég inni 11 hundruð Íkr hjá lestarkerfinu í Danmörku. Ég er svakalega veikur fyrir járnbrautarlestum og fílaði alveg í botn þessa 5 tíma ferð. Verst að ég átti ekkert rafmagn eftir á myndavélinni og tók þessvegna engar myndir eftir að vélin var lent á Kastrup.

Þessi lest var miklu þægilegri á allan hátt en lestirnar á Spáni. Og ég var soldið hissa á því hvað hún fór hratt. En aðal tíminn fór samt í að stoppa á öllum krummaskuðum á leiðinni. Þegar ég kom til Álaborgar biðu Bjarki og ÁK (Ásta Kristín Bjarka&Heiðrúnar dóttir). Þau eiga heima ca. 50 km frá Álaborg og vorum við komin heim til þeirra hálftíma síðar. Svo fóru mæðgurnar í leikfimi en við karlmennirnir, Bjarki, ég og Arnar Freir Bjarka&Heiðrúnarson, heim á næsta bæ og náðum okkur í KÚAMJÓLK! Beint úr beljunni. Nammi namm. Eins góð 0g hjá Halldóri. Nú er klukkan hálftíu á staðartíma, hálfátta á skerinu, og ég ætla snemma að sofa, enda gjörsamlega útkeyrður, en fínn í skrokknum, mér til ánægu en samt átti ég ekki von á því. Nenni ekki meiru í kvöld.
 
Dagbók GunnaJak

ARCHIVES
02.11.03 / 09.11.03 / 16.11.03 / 23.11.03 / 30.11.03 / 07.12.03 / 14.12.03 / 21.12.03 / 28.12.03 / 04.01.04 / 11.01.04 / 18.01.04 / 25.01.04 / 01.02.04 / 08.02.04 / 15.02.04 / 22.02.04 / 29.02.04 / 07.03.04 / 14.03.04 / 21.03.04 / 28.03.04 / 04.04.04 / 05.09.04 / 12.09.04 / 19.09.04 / 26.09.04 / 03.10.04 / 10.10.04 / 17.10.04 / 24.10.04 / 31.10.04 / 07.11.04 / 14.11.04 / 21.11.04 / 28.11.04 / 19.12.04 / 09.01.05 / 16.01.05 / 06.02.05 / 21.08.05 / 05.02.06 / 09.08.09 / 17.03.13 / 01.11.15 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting by HaloScan.com