Jimena de la Frontera, loksins!!
Hæ þið út um allan heim!!!
GunniTravelJak er kominn til Spánar!!!!!
Ferðin tók 13 daga og öll erum við komin til Spánar í heilu lagi, GunniJak, Þumba, Stella og Gráni. Ótal ævintýri, sérstaklega í Frakklandi. Kuldi og hráslagi, Sól og blíða og svo framvegis. Komum hingað í fyrrakvöld eftir 620 km. akstur síðasta daginn. Samtals voru eknir 4.240 kílómetrar, en stysta leið milli Bejstrup og Jimena er 3.200. Ég fór ekki stystu leið og svo eru mörg hundruð kílómetrar í villur og misfarir. Þversfarir og Krussfarir fram og aftur og fram. Aðallega í Frans. Keyrði ekki nema ca. 200 km. á tollhraðbrautum. Mest á sveitavegum og þjóðvegum. Borgaði ekki eyri fyrir að leggja Stellu og Grána, hvergi.
Borðaði aldrei á veitingastöðum af neinu tagi. Einu sinni kaffi og jólakaka, annars hefði ég ekki fengið að fara á WC. Gasið kláraðist á nokkrum dögum og hitinn fór niður fyrir frostmark í 4 nætur í Frakklandi. Hefði heilt dáið ef Bæjarstrjúpar hefðu ekki gefið mér Gæsadúnsængina. Þumba svaf undir sænginni hjá mér þegar kaldast var, og ég svaf með húfu. Aldrei kalt. En það var hráslagalegt að fara framúr og borða kaldan morgunmat í 2ja til 5 stiga hita. Ekkert eldað eða hitað það sem eftir var ferðar.
Feginn að fá að fara í bað hjá Lúí minni heittelskaðri Kastel kvöldið sem ég kom. Daginn eftir var Stellu lagt í fyrirheitna landinu. Þar er nýtt og glæsilegt hesthús og ekkert annað húsakyns. Í öðrum endanum er fullbúið eldhús og WC en 8 mjög flottar hestastíur í hinum. En því miður er ekkert rafmagn svo ég get ekki notað tölvuna mína. Straumbreytirinn sem ég ég á dugar ekki fyrir hana þegar til átti að taka. Svo er nýja hleðslutækið fyrir myndavélina mína ónýtt. Nýja vélin er bara ræksni og ég tók engar myndir á leiðinni hingað. Og engar nýjar myndir á Fotki.com. Því miður.
Á Stellustöðum eru 5 hundar og 3 kettir + Þumallína. Einn hundurinn er ca. 80 kíló en hinir "bara" ca. 45-60 kíló. En þetta eru vinalegustu kvikindi eins og oft vill vera með stóra hunda. Annað en fjandans tvistpokarnir.
Ég er að misnota tölvuna hennar Lúí og ætla að hætta núna. Mér líst mjög vel á mig þarna uppi á hólnum, kannski soldið vindasamt, en núna er 19 stiga hiti og komst lægst í 14 stig síðustu nótt. Þanni að það væsir ekki um okkur Þumbu.
Heyrumst síðar!!