GunniJak í Danmörku
6.2.06
  Góðan og blessaðan daginn gott fólk!!!

Nú líður mér eins og manni sem er að fá síðustu máltíðina sína í klefann áður en hann verður leiddur til aftöku. Í dag er ég búinn að drekka einn líter af rauðvíni, borða pizzu og kók, steik og kökur og og og................

Á morgun endar líf mitt. Það er að segja gamla lífið og nýtt tekur við. Ég er núna ca. 125 kíló og það er ekki nema tvennt að gera fyrir mig: Halda áfram mínu fyrra líferni og drepast fljótlega, eða það sem er miklu verra, drepast mjög, mjög hægt og rólega með óteljandi kvillum kviðfitu, bíðiði við, voða rímar þetta eitthvað flott, úr mörgum kvillum kviðfitu kann ég fljótt að deyja. Hér með er lýst eftir afturparti eins og einhver gárunginn missti út úr sér í staðinn fyrir seinnipart.

Ok, þetta átti ekki að vera vísnaþáttu heldur spik-leysi-blog. Ég er búinn að vera að kíkja á mörg átaksblogg undanfarið og mér sýnist að það sé algjörlega óhjákvæmilegt að vera með blogg í þessum bransa.

Í haust var ég 136 kílógrömm, nakinn, nýbúinn að fara á wc og ekki farinn að setja neitt inn fyrir mínar varir þann daginn. Þvílíkur þungi drottinn minn! Ég flutti til Danmerkur í byrjum ágúst 2004 og ég hét því að ég skildi ná af mér nokkrum og helst nokkuð mörgum kílóum. Og viti menn, það tókst!!! Ég komst niður i 219.9 kíló og veit ég ekki hvað það eru mörg ár síðan ég hef séð tölu undir 120 kíló á viktinni. Þetta var um miðjan desember. Eitt vil ég taka skýrt fram strax til að fyrirbyggja allan misskilning: Þetta var alls ekki neitt framtíðarátak hjá mér, ég bara ætlaði að ná af mér sem mestu á sem stystum tíma og vissi og veit mætavel að það það er alveg vonlaus aðferð til lengri tíma litið. Ég bara borðaði miklu minna, mest kál og hollustu, hreifði mig með meira móti, innéttaði meðal annars fyrsta herbergið í gamalli hlöðu sem svo á að verað íbúð til frambúðar. Nú, svo komu JúleFrókostar, og jólin og áramótin og ýmsar uppákomur heima og heiman og svo framvegis. Og nú er ég kominn í 125 kíló eins og áður sagði, að vísu í fötunum, búinn að éta eins og svín allan daginn plús rauðvínslítierinn og ekki farið á wc í dag. En það er sama, það eru að koma aftur kílóin sem ég missti, og þið sem lesið þetta og hafið eigin reynslu eða annarra að fara eftir hugsa/segja sem svo, jahá, hann fær öll kílóin aftur og bætir svo enn meira á sig. Og ykkur til huggunar er þetta nákvæmlega það sem myndi gerast EF ÉG GERÐI EKKERT Í MÁLUNUM!!!!

En hvað á ég að gera? Ég er ekki einn af þeim sem hefur verið að prófa allt mögulegt, tæknilegt, lyfjafræðilegt, sullfræðilegt (Herbalæf o.sv.frv.)eða puðfræðilegt. Bara tekið mér fáeina hraðminnkunnarkúra eins og ég gerði í haust. En ég er búinn að sjá nógu mikið í kringum mig til að vita að ég ræði ekki við þetta einn. Bara ekki. Ég er rosalega ístöðulaus persónuleiki, byrja á mörgu en lýk yfirleitt ekki við neitt. Dingla svona til og frá. Það eina sem ég hef gert og sýnir smá sjálfsaga er að ég hætti að reykja þegar ég var 25 ára eftir að hafa reykt í 10 ár. Var kominn í hálfan annan pakka af Camel, filterlausum. Vaknaði á nóttunni til að fá mér eina, tvær eða þrjár, eftir því hvort ég gat sofnað af mörgum. Svo einn daginn bara hætti ég og hef ekki smakkað reyk í ca. 40 ár, ekki einn einasta smók!! Þetta er nú líka eitt af þeim afrekum á æfinni sem ég er hvað hreiknastur af.

Jæja, ég kíki stundum inn á hinar og þessar umræðusíður og það heyrði ég í fyrsta sinn stöfunum 
Dagbók GunnaJak

ARCHIVES
02.11.03 / 09.11.03 / 16.11.03 / 23.11.03 / 30.11.03 / 07.12.03 / 14.12.03 / 21.12.03 / 28.12.03 / 04.01.04 / 11.01.04 / 18.01.04 / 25.01.04 / 01.02.04 / 08.02.04 / 15.02.04 / 22.02.04 / 29.02.04 / 07.03.04 / 14.03.04 / 21.03.04 / 28.03.04 / 04.04.04 / 05.09.04 / 12.09.04 / 19.09.04 / 26.09.04 / 03.10.04 / 10.10.04 / 17.10.04 / 24.10.04 / 31.10.04 / 07.11.04 / 14.11.04 / 21.11.04 / 28.11.04 / 19.12.04 / 09.01.05 / 16.01.05 / 06.02.05 / 21.08.05 / 05.02.06 / 09.08.09 / 17.03.13 / 01.11.15 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting by HaloScan.com