GunniJak í Danmörku
Sýning í Höllinni. Stórkostleg hljómsveit. ÁK handbolti, tap 7-2 gegn FerjuSlefurum
.
31-10-04
.
Svaf hálfilla sl. Nótt. Var að smíða fram yfir hádegi, en þá klæddum við okkur uppá og fórum upp í ítþróttahöll. Þar er haldin mikil sýning svipuð sýningunni sem haldin er að Hrafnagili á hverju sumri. Höllin var full af básum þar sem allt mögulegt var til sýnis og sumsstaðar sölu. Þarna sýndu verslanir á svæðinu vörur sínar, allskonar þjónusta auglýsti sig og svo var handverksfólk með sitt lítið af hverju. Íþróttahúsið er frekar lítið, en það var semsagt fullt af básum, nema smá horn þar sem var svið. Þarna hélt hljómsveit tónleika, rosalega skemmtileg hljómsveit sem saman stóð af pari sem er búið að vera að skemmta saman í yfir 20 ár og svo trommu og bassaleikari. Parið var 44 ára, ekki til samans samt, og þau sungu og léku alls konar gömul og góð lög af öllum skalanum. Pönk, rokk, ballöður og svo seinast en ekki síst, bandaríska slagara. Konan spilaði á gítar og kallinn á Digital-Rafmagns-harmonikku. Þau voru gríðarlega skemmtileg á sviðinu og fluttu tónlistina afspyrnuvel. En ég gæti best trúað að ýmsir hafi verið Bjarka og Heiðrúnu, já og ÁK líka, sammála með að bandið hafi verið skemmtilega hallærislegt! Bara þessi konsert er búinn að borga ferðina til Danmerkur. Allt annað skemmtilegt hérna í Danmörku er bara bónus.
Heiðrún keyrði ÁK að höllinni um hálftólf, en hún var að fara að keppa í handbolta í Fersislev. Foreldrarnir skiptast á um að keyra handboltakrakkana á handbolta keppnirnar og er krökkunum smalað saman við höllina. Svo þegar ÁK kom til baka hittumst við öll í höllinni.
Ég fór svo beint út að smíða þegar heim var komið, búinn með alla suðuvinnu nema plöturnar undir stóru hliðin og að loka rörunum.
Sótbölvandi reiður. Drep Blogspot vin minn. Keypti mér myndavél. Lasinn og óvinnufær í dag. Aumingi með hor.
.
.
Rosalega varð ég reiður áðan. Hefði ég náð í helvítið hann Blogspot sjálfan hefði orðið verulega ljótt slys. Ég var búinn að srifa alveg heilan helling, margar blaðsíður um hitt og þetta, hverfur þá ekki allt draslið af skjánum. Og hvergi til. Dáið. Farið til fjandans. Og nú er ég ekki í nokkru stuði til að fara á flug aftur, þetta verður bara styttingur í samræmi við skapið í mér.
Ég keypti mér myndavél áðan, hún er ekki eins fullkomin og gamla góða Canon S10, enda kostaði sú nýja ekki nema brot af gömlu vélinni. Aðal kosturinn við þá nýju er hinsvegar að það fylgja henni hvorki meira eða minna en 256 mb minniskort. Venjuleg myndavél er yfirleitt með 8 mb kort. Hér fyrir neðan læt ég fylgja linkinn inn á eBay og umsögnina um hana þar, þýtt af þýsku yfir á ensku:
You offer here on super digitally a camera with mad accessories! German proprietary brand: Exakta/Praktica from the house Pentacon. The technical data: Image sensor: 1/2" CMOS sensor, 2.0 megapixels max. Dissolution of 3.15 megapixels interpolates; Dissolution: 1600x1200, 1280x1024, 800x600, 2048x1536 interpolates Objectively: f=7,5mm; F 2,8 Sharpness range: 0,6m - infinite Macro range: 20 - 25 cm Digitally zoom shot: 4 x in 10 steps; Lightning: inserted, mechanism, out, red eye reduction, LCD display: 1,6" TFT, White alignment: Lamp, fluorescent tube, sun, Exposure manually (EV +2.0, -2.0), Video function: max 100 seconds with 16 MT, Memory: 16 MT inserted, Display format: JPEG (DCF, DPOF, EXIF) Memory cards: SD Card, Selbstausloeser: 10 seconds, Connection: USB, Video exit: NTSC, PAL Power supply: 2 x AA batteries or Akkus, USB 5 V with PC function Energy savings mode: autom energy savings function after 60 sec.. Mass: 93 x 56 x 38 mm Weight: 120 without batteries. Accessories: Camera, bag, stretcher belt, USB cable, Viedeo cable, 2 batteries, operating instructions, CD with driver and picture working on software. Conditions for system: Windows XP/2000/98/ME CCU: Pentium or more highly mind. 32 MT RAM US B interface CD-ROM drive assembly. Option: 2 x 64 MT memory cards, 1 x 128 MT memory card (with this memory card of the macro market still another coupon for 15 photo departures is free thereby)!!!! These 3 memory cards participate in the camera!!! Now still the Clou: The camera has still to 14.07.2006 warranty!!! Invoices are attached!!! The camera in the original cardboard is supplied. The condition is as new!!! The protective plastic film on the LCD display is still drauf. Since I am a private salesman, I cannot take over warranty claims. I.e. in the case of possibly warranty directly with the salesman of the enclosed calculation contact take up. The camera functions perfectly!!! Dispatch against vorauskasse zzgl. act resulting postage. -------------------------------------------------------------------------------
Ég gerði tvær tilraunir til þess að fara út og sjóða í dag, en báðar mistókust. Ég er bara heilt veikur. Hósta lifur og lungum, beinverkir, hausverkur og svo framvegis. Þar með fór áætlunin mín um að klára að sjóða allar grindur og hlið á laugardeginum, þ.e.a.s. í dag, út í veður og vind. Poooooooooor GunniJak! Lá semsagt fyrir í mestallan dag og vorkenndi sjálfum mér. Nú nenni ég ekki að skrifa meira, enda í vondu skapi. Eiginlega í fyrsta skipti í Danmörku. Og vonandi síðasta :-)
Kláraði hliðið. Skikkaður í bað, fríspeisið komið í 5 metra. Stórveisla í AAbro. Boðskort í bakaleiðinni.
.
.
Ferlega slappur í morgun, með fjandans hósta og beinverki og svo framvegis. Verst að þessi pest virðist haldast í hálfan mánuð, það er meiri tilhlökkunin. Vann smávegis heimilisverk fyrir hádegi og lagði mig svo til hálf tvö. Þegar Bjarki kom heim fór ég að kvarta og kveina eins og vanalega og sagði honum að ég hefði ekkert soðið þennan daginn. Honum varð ótrúlega mikið um og er hann þó ekki vanur að kippa sér upp við undarlega vinnuhagi mína. En skýringin kom svo fljótlega, honum heyrðist ég segja sofið en ekki soðið. Mikið létti honum við að heyra að það voru bara smámunir í húfi. Ég hunskaðist þó út í hesthús og kláraði seinna hliðið, en það var það sem ég var búinn að setja mér fyrir þennan daginn. Já, vel á minnst. Ég var búinn að stilla upp hliðinu og leggja uppað því báða endana sem lamirnar eru á annarsvegar og lokan hins vegar. Ég þurfti svo að ná í hallamálið og eins og vanalega elti TíkinBlíða mig, en flækti sig í einni snúrunni og hún lenti á röri sem féll á hliðið sem aftur datt niður og öll uppstillingin splundraðist út í loftið. Þá fauk í GunnaJak, ekki út í tíkina, það þarf meira til, heldur út í allt draslið sem alltaf safnast í kringum mann þegar verið er að smíða járn. Svo ég tók mig til og sópaði allt svæðið, týndi saman öll verkfæri á einn stað og gerði upp allar leiðslur. Allt rosalega fínt hjá mér. Svo fór ég inn í bæ og lagði mig og þegar ég vaknaði og fór út aftur lék allt í höndunum á mér og ég kláraði hliðið eins og áður segir. Þá er bara eftir að setja upp eina grind milli fremri stíanna, en það er þó nokkuð mikið mál vegna þess að þar verðum við að nýta alla afganga til að sleppa fyrir horn.
Fjölskyldan var öll í hesthúsinu í kvöld að taka til og færa leiksvæði sem var uppvið hestastíurnar og koma því fyrir annarsstaðar. Svo var allt sópað og snyrt. Um sexleitið skipaði ÁK mér að fara í bað með góðu eða illu. Eftir langa uppúrtogun sagði hún mér að það ættu allir að fara út að keyra á eftir og á einhvern ákveðinn stað sem hún vissi ekki um og allir ættu að fara í bað eftir rykið og skítinn úr hesthúsinu. Nú, auðvitað hlýddi ég, enda hvað má einn vesæll GunniJak gegn skassi eins og ÁK og þá sérstaklega þegar hún hótaði að sækja mömmu sína sér til fulltingis. Svo fóru allir í bað og við brunuðum á stað austur um Jótland. Að lokum var stoppað við skáeygan veitingastað þar sem við fengum okkur þvílíkar krásir að því verður varla með orðum lýst. Djúpsteikt svínakjöt, kjúklingarétt í karrýi, djúpsteiktar rækjur og svo vitanlega súpu. Ég fékk mér 2 bjóra með matnum. Það er ótrúlega skemmtilegt að ferðast með Arnar Frey, hvort heldur er í bíl eða annað. Þarna vorum við á annan klukkutíma og hann var eins og engill. Heillaði allar brúnu, fallegu og skáeygu stelpurnar sem unnu þarna upp úr skónum. Kyssti þær í bak og fyrir.0
**************************////0
Æ, ég get ekki stillt mig um að leyfa ykkur að sjá smá innskot frá Þumallínu minni. Ég þurfti að skreppa fram og setja Blíðu í sturtu af því hún hljóp út um hvippinn og hvappinn þegar við komum heim, enda ekki nema von að vera búin að hýrast í lítilli og kaldri fjós/hesthúss forstofu í marga klukkutíma á meðan við vorum að kýla vömbina. Þegar við Blíða komum svo til baka var þumallína búin að skrifa ofanritað!! Veit ekki hvað hún var að meina, kann nokkur kattamál til að þýða þetta fyrir mig?
Já, við vorum þar sem AF var að bræða skáeygu skvísurnar (Ég veit því miður ekki hverrar þjóðar þær voru, bara að þær voru skáeygar, fallegar og skemmtilegar). Síðan var haldið áleiðis heim, en komið við í Möllegarden, en það er heima hjá Magga frænda. Þar voru allir í fínu stuði eins og vanalega. Að vísu var Maggi að fara að vinna í brauðgerðinni klukkan tíu en það skemmdi ekkert móralinn hjá honum. Ég held að hann sé jafn ánægður í vinnunni og BakraDrengurinn í Dýrunum í Hálsaskógi. Við stoppuðum ekki lengi vegna þess að Heiðrún þarf að vinna um helgina og vakna snemma og svo þurftum við að fara á ca. 10 staði á heimleiðinni með boðskort á opnunarhátíðina á laugardaginn kemur.
Góðu börnin sváfu alla leiðina heim og fjölskyldan fór má heita beint í rúmið, en GunniJak fór að Blogga eða dagbóka eins og vanalega. Hérna kemur svo boðskortið sem við vorum að bera út:
Invitation til
åbning af vores nye hestestald
Stutteri Ulvehave
Det skal ske Lørdag den 6. november,
klokken 18:00, på Bejstrupvej 103.
Vi glæder os ad se
dig/jer______________________________.
Det vil være serveret noget til ad drikke og lidt til ad spise.
Mange hilsner,
Bjarki og Frida
Ps. Husk ad medbringe dit gode humør
Fotki lifandi, húrra! Hressari, vinna mikið. Þumalína.
.
.
Vakna klukkan 4 í nótt og gat ekki sofnað aftur. Svo ég fór bara niður og í tölvuna. Fór aftur upp kl. hálfsjö og sofnaði eins og steinn. Klukkan hringdi svo klukkan hálf átta eins og vanalega, ég stoppaði hana og svaf svo eins og steinn til kl. ellefu. ÁK missti af félagsskapnum þennar morguninn og það hefur allt verið í góðu lagi hjá henni (Eins og lang-oftast), annars hefði hún vakið mig. Allt annar til heilsunnar í dag en í gær. Smíða og legg mig á víxl til kl. 21:00 í kvöld. Klára alveg annað hliðið og sýð plöturnar undir fram-skilrúmið. Einn, tveir dagar eftir í suðuverkum með sömu heilsu og sama áframhaldi.
Fotki
er kominn í samband aftur!!! Það virkaði strax með PayPal eins og ég sagði í gær og nú er hann í góðu skapi aftur. Það er bara eitt nýtt albúm núna, en það er
Þumalína.
Ég er þreyttur og uppgefinn í kvöld og nenni ekki að setja inn myndir, en ég á tilbúin nokkur albúm.
Ef þú vilt hafa samband: gunnijak@simnet.is
Íslandsveður. Slappur tappinn. Búinn að borga Fotka vini mínum. Hann ekki búinn að opna.
.
.
Rok og rigning í dag. Ég er slappur í morgun og máttlaus í allan dag. Skrepp samt út í Hesthús öðru hverju og reyni að smíða smá. Það er ótrúlegt hvað allt snýst á ranghverfuna í höndunum á manni þegar heilsan er ekki í lagi. Þetta er örugglega pestin sem er að ganga, fólk verður ekki alminlega veikt og tekur sér ekki frí frá vinnu, en bara hósti, slen, hausverkur og svo framvegis. Ég basla fram og til baka við að koma Fotki.com í lag, en mér gengur ekkert. Loksins núna, seint um kvöld, þá fæ ég bréf frá Fotka sjálfum og hann segir að ég geti borgað í gegnum PayPal!!! Og viti menn, það rann í gegn um leið. Nú bíð ég bara eftir að opnað verði fyrir.
Ef þú vilt hafa samband: gunnijak@simnet.is
Pest. Strætó. Handbolti. Reisugilli um aðra helgi. Fotki lasinn, með pest. Brennuvargar eyðilögðu eitt býli. Drullubýli. Býli samt.
.
.
ÁK fór með strætó í skólann í morgun. Hún þarf ekki nema labba út úr innkeyrslunni að húsinu, ca 10 metra, og þar stoppar vagninn. Þægilegt. Kerfið er þannig hérna að það geta allir notað vagninn, en vitanlega þurfa þeir sem eru ekki í skóla að borga. Hann bara stoppar þar sem fólkið er. Svo held ég að þessir sömu vagnar gangi um allt Norður-Jótland. Allavega fer vagn frá Ferrislef til Álaborgar. Svo kemur hún heim aftur með strætó.
Ég er hálf slappur í allan dag. Það er að ganga kvefpest hérna, tók við af UppOgNiður pestinni. Afturámóti er ég skárri í löppinni í dag, get hæglega staulast um. Vann soldið í hesthúsinu fyrir hádegi, lagði mig svo lengi eftir hádegi. ÁK fór á handboltaæfingu klukkan hálf fjögur og ég lofaði að sækja hana ef ég hefði nokkra heilsu til. Stuttu eftir að Heiðrún kom heim fórum við AF og fylgdumst með seinni hálftímanum af æfingunni. Ég fór út að smíða um 6 leitið en gafst upp eftir klukkutíma, óstuð og máttleysi. Kannski er ég að fá þessa fjandans pest líka. Enda er ég núna að hósta og sjúga upp í nefið. Asskottanns vesen alltaf. Eins og það var farið að ganga vel um helgina. Það eru sirka þrjú dagsverk eftir í járnsmíðinni, eins og mig er farið að langa til að klára þetta. Ekki að Ég sé að kvarta undan vinnunni sem slíkri, bara orðinn soldið leiður á að geta ekki notað tímann í neitt annað. Ég verð alla vega hérna fram yfir aðra helgi, en þá er búið að bjóða fjölda manns í reisugilli mikið í tilefni vísglu hesthússins og þá má um leið segja að
STUTTERI ULVEHAVE verði formlega opinberað. En þetta er fyrirtæki sem heldur utan um alla hestamennskuna þeirra hérna á Bajstrupvej 103. Ekki held ég að það sé formelgt og skráð fyrirtæki, en það er alla vega allt sem gert er í hestamennsku er í nafni þess. Þannig að nú dugar ekki að leggja sig bara allan daginn alla daga, þó ég verði búinn að sjóða allt saman er mikil málningarvinna eftir og svo á eftir að setja grindur í gömlu fjósflórana.
Fotki.com er í algjörri upplausn hjá mér núna. Ég get með engu móti greitt fyrir áskriftina, en þeir bara skelltu á mig eftir að ég var kominn viku framyfir. Það eru einhver vandræði með Visakortið mitt, Fotki vinur minn hafnar því sífellt. Ég er búinn að tala við bankann, ég er búinn að tala við Visa og næst er bara að fara og tala við Fotki sjálfan. Verst ég veit ekki hvar hann á heima. Það er semsagt ekki mér að kenna, beint, að þið komist ekki inn á myndirnar. Ég á fullt af myndum tilbúnum með textum og allt í tölvunni, bara að skella þeim inn um leið og Fotki opnar aftur.
Það gekk mikið á hérna í kringum húsið í dag. Það var gamalt og ónýtt svínahús hérna bakvið og í dag komu svo tveir kallar á gröfu og traktor og rifu húsið. Brutu það niður eftir að hafa "skafið" af því járnið með gröfunni. Svo kveiktu þeir í öllu saman. Þó það séu bara ca. 4 metrar að hlöðunni, fullri af hálmi. En sem betur fer var hagstæð vindátt svo það var "bara" drullubúið henna ÁK sem varð eldinum að bráð, ásamt svínahúsinu. Þar var mikil búslóð og bæði bakkelsi og steikur ásamt öllum tækjum og tólum. Allt brann sem brunnið gat. Þeir misstu eitthvað tökin á þessu og eldurinn náði í búið sem var gert úr hálmböggum. Ekki skrítið að það brynni, fyrst eldurinn náði í það á annað borð. Það var rosaleg hreinsun að þessum hjalli, en nú er eftir eldiviðargeymslan. Verst að þar er slatti af verðmætum. Þeir leysa það sjálfsagt strákarnir.
Skúraleiðingar í dag, en sólskin á milli. Hitinn um 11 stig.
Galvaniseraður GunniJak. Trúlega rotnar ekki hræið af mér. Taugaklemma.
.
.
Veikur. Lasinn. Slappur. Grunaði í gær að ég hefði gengið helst til langt í að sjóða galvinseringu og í dag er ég að súpa seyðið af því. Með bullandi hausverk og flökurleika, ekki samt ælt. En klósettsetan hefur varla kólnað í dag. Skárri með kvöldinu. Svo er annað að hrjá mig, ég er með klemmda taug í vinstri ristinni eða nágrenni. Svoleiðis fær ég alltaf reglulega, kannski einu sinni til tvisvar á ári. Rosalega sársaukafullt að tylla í fótinn og þó ennþá verra ef hann hangir. Hef spurt marga lækn um þetta, en það er víst ekkert hægt að gera. Enda sleppur þetta nú til, verð skárri á morgun og alveg góður um næstu helgi. Vill til að maður er vanur að vera aumur hingað og þangað um skrokkinn og bregður ef hvergi finnst til. Fór semsagt ekkert út úr húsi í allan dag og gerði ekkert nema sofa og éta. Og svo þetta sem ég nefndi áðan.
Það hafa skiptst á skin og skúrir í dag, en hitinn hefur verið kringum 12 stigin eins og undanfarið. Það gerði bara einusinni næturfrost um daginn og síðan hefur ekki verið mjög kalt.
Mengun, tíkin flúði. (Gunni var samt ekki að prumpa) Mikið smíðað. Rok og rigning, leirdrulla í staðinn fyrir mold.
.
.
Sef til tíu, við Bjarki erum svo á fullu í allan dag, alveg til átta í kvöld. Auðvitað með smá hléum, en hvað með það. Nú eru 2 innstu stíurnar búnar nema að setja rör langsum undir stóru grindina. Þá sem skiptir stíunum langsum. Ef liggjandi hestur setur löppina undir grindina og stendur upp er hætta á að hann brjóti hana, það er að segja löppina. Grindin gefur sig ekki, enda soðin upp af GunnaJak. (Sælir eru hógværir því þeir eru ekki of montnir) Ég endaði á því að fara út eftir kvöldmat og sjóða saman grind úr rörum sem hafa gengið af. Það stóð svo glöggt með grindurnar að það vantaði 1 meters bút. En með því að tína til allan afskurð af grindunum tókst okkur Bjarka, eða tókst Bjarka að púsla saman í skarðið. Helvítis brælan af galvinseringunni var svo mikil að tíkin Blíða flúði inn í bæ. Og er það alveg nýtt hjá henni, yfirleitt þarf ég að ýta við henni þegar hún liggur ýmist á fótunum á mér eða því sem ég er að smíða.
Ég hef verið latur að tala um veðrið undanfarið, það er búið að vera afskaplega íslenskt. Rok og rigning og svo smá uppglennur á milli. Mér skilst að Danmörk sé þannig til komin að ísaldarjökullinn hafi rutt henni upp úr firðinum sem Osló stendur við. En fyrst og fremst er hún búin til úr leir og botnfalli úr KatteGat sem þar hafði safnast upp á milljörðum ára. Þessi leirdrulla er "moldin" sem danir rækta. Og leirinn er svo klesstur að þegar búið er að rigna eins mikið og undanfarið þá eru akrarnir eins og malbikuð óslétt bílastæði með engum niðurföllum. Það sést í land á einstaka stað, annar eru þetta bara stöðuvötn. Vatnið kemst ekki niður. Svo þarf að vera þurrt i að minnsta kosti viku til að hægt sé að reyna að fara um akrana. Mikið eigum við gott heima á Klakanum hvað við eigum góða mold. Og ekki innan gæsalappa.