GunniJak í Danmörku
3.12.04
  Tilhlökkun/Kvíði. Allavega latur. Gloppótt blog. gunnijak@simnet.is .
.
Veðrið í dag:

Klukkan 05:45 er myrkur og 5,8 stiga hiti. (Munur að hafa digital hitamæli :-)

Jæja elskurnar mínar!! Nú er klukkan hálfsex að morgni að staðartíma. Gat ekki sofið fyrir kröftum og kvíða/tilhlökkun.

ÉG NENNI EKKI TIL SPÁNAR!

Held ég sé orðinn of gamall fyrir svona ævintýri. En það er ekkert að marka, ég er nývaknaður og fúll.
Nú verður bloggið mitt eitthvað gloppóttara en það hefur verið undanfarið. Ekki það að ég muni ekki blogga, ég geri það bara á fartölvuna mína, en nú verð ég ekki netsambandi nema með höppum og glöppum. Á leiðinni skelli ég kannski einhverju inn á netið á einhverju Netkaffi, þá fer ég bara með tölvuna mína og skelli henni í samband eða set bloggið á disk og set hann í tölvuna á Netkaffinu. Svo hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta verður á Spáni, Allan vinur minn er ekki enn búinn að opna netkaffið sitt, verð að skamma hann þegar ég kem "heim"!
Sama er að segja með myndir á Fotki.com, ég fixa þær og texta á fartölvunni og set þær á disk og skelli þeim á netið einhversstaðar. Kemur allt í ljós.
Bless á meðan!!

Og enn einu sinni,
Ef þú vilt hafa samband er netfangið mitt: gunnijak@simnet.is

PS: Ég mun trúlega skoða póstinn minn miklu oftar en ég get sett inn Blog og/eða myndir.


 
2.12.04
  Ofbeldi. Klassískur Gítar, Passaðu þig Jón Vilhjálms!! FerjuSlef. StóriLaukur með Þumbu, týmdi ekki að sprauta hana. Gæsadúnssæng. Hlýja! .
.
Veðrið í dag:

Morgunn: .....3° 0 m Skýjað
Miðdagur: ... 5° 0 m Skýjað
Kvöld: ......... 5° Sv 3 m Skýjað

ÁK ræðst á mig með ofbeldi klukkan hálf átta, þá var ég búinn
að sofa í 4 tíma!! Reif af mér sængina og koddann og rak mig á
lappir. Mér var nú samt ekki eins leitt og ég lét. Náðum að
spila eina millu, einn slönguleik og eitt spil í viðbót sem ég
man ekki hvað var, en ég tapaði öllu með glæsibrag. Keyrði
hana svo í skólann.
Lagði mig aftur og svaf í 3 tíma. Fór upp í Ferrislef og
keypti mér gítar. Já, segi og skrifa, klassískan gítar með
nælonstrengjum. Hann kostaði 199.- dkr eða 2.400.- Íkr. Hver
hefði trúað því að hægt væri að kaupa sér gítar fyrir rúman
tvöþúsundkall!!
Heimilisverk og dútl í Stellu í mest allan dag. Skrapp samt
til Lögstör með Þumallínu til að láta sprauta hana, en ég
týmdi því svo ekki þegar til kom. Kostaði ca. 5000 kall
íslenskan. Hefði svo ekki virkað hvort eð er vegna þess að það
þarf að sprauta hana aftur eftir mánuð og fyrri sprautan hefur
enga þýðingu ein og sér. Fékk aftr á móti ormameðal handa
henni og mömmu hennar, Snældu. Skrapp í búðina og keypti í
matinn fyrir mig í Stellu og heimilið hérna.
Það var steikt lambalæri í matinn í kvöld, æðislega gott þó
það kannski nái ekki íslenska lambinu. En það er ekki gott að
blóðsteikja Danskt lambalæri, þarf að sjóða í gegn. Við fengum
okkur aðeins í aðra tána fyrir, með og á eftir. Eitthvað létt
og gott. Svo er bara að sjá hvort ég sef eins og engill eins
og um daginn. Ef svo verður sé ég mína sæng útbreydda að
gerast alkoholisti til að geta sofið. Þetta var svoan
kveðjuveisla vegna þess að ég ætla að leggja í hann á morgun.
Frestaði ferðinni um einn dag útaf tryggingaveseni, en nú er
ég búinn að gefast upp og fer á tryggingunni hans Bjarka, er
samt búinn að borga honum 3ja mánaða tryggingar. 850 dkr.
Svo klikkti fjölskyldan hérna út með því að gefa mér
gæsadúnssæng!! Einmitt það sem mig var búið að dreyma um, ég
er ekki með neina sæng hérna og var eiginlega í vandræðum. Þau voru að vísu búin að bjóðast til að lána mér sæng, en eiga ekki nema þunnar sængur aflögu. Ég kyndi örugglega ekki Stellu allar nætur og þá er eins gott að eiga góða og hlýja sæng.

Ef þú vilt hafa samband: gunnijak@simnet.is



 
1.12.04
  LaukStaur og Óbýbrú. Læsing. Rafgeymir. Millugarður, myndataka. .
.
Veðrið í dag:

Morgunn: .....Þokuþræsingur í allan dag og kvöld, hiti ca. 3-5
Miðdagur:
Kvöld:

Bjarki skreppur með mér til Lögstör í morgun, ætlum að garfa í
tryggingamálum á Grána, en það virðast vera milljón þröskuldar
að yfirstíga. Ég þarf að eiga lögheimili í Danmörku til að
geta tryggt bíl á mínu nafni. Endar með að við ákveðum að taka
sénsinn og að ég verði bara á hans tryggingu. Við verslum í
matinn og svo er farið til AAbybro og nú átti ég milljónir
inni á kortinu mínu svo ég gat leyst út læsinguna. Fórum í
Bílanaust og ég keypti mér 75 amperstunda Caravan-rafgeymi.
Hann er þannig útbúinn að öndunin er leidd í gegnum slöngu út
úr hjólhýsinu. Það er ekki hollt loft sem kemur úr rafgeymum.
Komum svo við í Möllegarden eða Millugarði og nú var ég
loksins með myndavélina með mér. Mátti til að taka myndir af
Magga, hann og hans fjölskylda er búin að vera eins og rauður
þráður í gegnum Bloggið mitt og kominn tími til að setja
eitthvað af myndum frá Millugarði inn á netið. Er samt ekki
búinn að því. Stoppum heillengi, en erum svo komnir heim
klukkan sex.
Áfram held ég að basla við tölvuna, en ekkert gengur. Enda, af
hverju ætti leigubílstjóri að kunna að gera upp
sjálfskiptinguna í bílnum sínum? Sama dæmið og hjá mér.

Ef þú vilt hafa samband: gunnijak@simnet.is
 
30.11.04
  ÁK og GunniJak til Obýbro, kortið innihaldslaust. Heimsækjum Zenju. Sjeik og Pulsuvagn. .
.
Veðrið í dag:

Morgunn: .....7° V 5 m Skýjað
Miðdagur: ... 7° V 5 m Skýjað
Kvöld: ......... 4° v 8 m Skýjað

Latur í morgun, engin auka súrefnismettun. Ég dunda mér við að
taka bakkupp af tölvunni hans Bjarka. Reyni að koma diskinum
hans í tölvuna, en hún tekur ekki við honum. Veit ekki hvað er
að, en trúlega er hann of stór, 40 mb, en tölvan lítil og
gömul. Aftur á móti svínvirkar litli diskurinn minn, hann er
rúm 6 megabeib.
Legg mig milli 2 og 3, þá bregðum við Ásta Kristín undir okkur
betri fætinum og skreppum til AAbybro. Byrjuðum á að fara á
MakkDónald og fengum okkur sheik. Svo fórum við í Camping
búðina og ég ætlaði að leysa út skrána á Stellu, en því miður,
ekkert inni á kortinu mínu. Var að vona í lengstu lög að
húsaleigubæturnar kæmu inn í dag, enda gerðu þær það, en ekki
fyrr en ég var kominn heim í kvöld.
Við heimsóttum Zenju vinkonu ÁK og hennar fjölskyldu.
Einstaklega skemmtilegt og hlýlegt fólk. Þær eru svona
samlokuvinkonur Zenja og ÁK. Það lá við að þær legðust í
þunglyndi fyrst eftir að ÁK flutti á Bejstrupvej 24, en þá
voru orðnir 30 km á milli þeirra og ÁK skipti um skóla. Nú
hittast þær ekki nema með höppum og glöppum, aðallega glöppum
því miður. Lögðum á stað heim um hálf sexleitið og komum við á
pulsuvagninum í Brovst og fengum okkur að éta. Þá var ég
orðinn svo blankur að við gátum ekki fengið okkur gos að
drekka með matnum!!!
Hélt áfram að reyna að koma vitinu fyrir tölvuna, en gekk
ekkert.

Ef þú vilt hafa samband: gunnijak@simnet.is
 
29.11.04
  Bakkus vinur minn hjálpaði mér að sofa. Tók niður fortjaldið. ElectricDúfur. .
.
Veðrið í dag:

Morgunn: Hráslagi í allan dag eins og á Íslandi í apríl eða september. Kallast vetur hérna. Hiti um frostmark og lítil úrkoma.
Miðdagur:
Kvöِld:

Bjarki fór í endurhæfingu í Lögstör um tíu leitið og ég fór með honum. Vaknaði óvenju hress og sprækur í morgun, kannski af því að ég fékk mér aðeins í aðra tána í gærkvöldi. Kannski hef ég slappað aðeins betur af og sofið þess meira og ekki eytt tímanum í að hrjóta og stoppa að anda, en mér skilst að það sé aðal hobbýið mitt á meðan ég "sef".

Já já, ég kláraði öll heimilisverkin og skúraði áður en við fórum af stað. Ég tók út pening og keypti mér Evrópuvegakort og þráðlausan hitamæli til notkunar úti og inni. Kostaði 150 krónur danskar.

Tek niður fortjaldið, fannst ekkert að nema að það vantaði kjarnann í dúkinn á báðum endum þar sem hann festist við rennibrautina næst hjólhýsinu sjálfu. Ég reddaði því með því að setja gardínugorm inn í holuna þar sem kjarnann vantaði.

Við Bjarki fórum í leiðangur í kvöld. Hann hitti Vagn bónda og falaði af honum Fíatinn sem hann fékk lánaðann stuttu eftir að ég kom, þegar hann grillaði grillið. Fær hann á morgun. Svo skruppum við til Electricman sem ég hef oft minnst á áður. Hann á mörg hundruð dúfur, aðallega bréfdúfur. Þær eru í mjög flottum húsum hjá honum og eitt búr fyrir hverja einustu dúfu. Hann tekur þátt í keppnum með bréfdúfurnar. Hefur fengið aftur dúfur sem sleppt var í Munchen í Þýskalandi. Bréfdúfurnar eru með örmerki á fætinum og svo er lesari sem þekkir hverja dúfu þegar hún kemur aftur í húsið sitt. Upplýsingarnar fara í svona litla tölvu eins og notuð er við að lesa af rafmagni og svo fer Electricman með tölvuna í bréfdúfuklúbb sem hann er meðlimur í og þar eru upplýsingarnar lesnar inn í móðurtölvu og þá kemur ljós hvaða dúfur frá hvaða klúbbi hefur unnið keppnirnar. Ég var búinn að lofa ÁK að fara einhverntíman með henni að skoða dúfurnar, kannski tekst mér ekki að standa við það. Þarf samt að fara aftur og þá með myndavélina með mér.

Ef þú vilt hafa samband: gunnijak@simnet.is

 
Dagbók GunnaJak

ARCHIVES
02.11.03 / 09.11.03 / 16.11.03 / 23.11.03 / 30.11.03 / 07.12.03 / 14.12.03 / 21.12.03 / 28.12.03 / 04.01.04 / 11.01.04 / 18.01.04 / 25.01.04 / 01.02.04 / 08.02.04 / 15.02.04 / 22.02.04 / 29.02.04 / 07.03.04 / 14.03.04 / 21.03.04 / 28.03.04 / 04.04.04 / 05.09.04 / 12.09.04 / 19.09.04 / 26.09.04 / 03.10.04 / 10.10.04 / 17.10.04 / 24.10.04 / 31.10.04 / 07.11.04 / 14.11.04 / 21.11.04 / 28.11.04 / 19.12.04 / 09.01.05 / 16.01.05 / 06.02.05 / 21.08.05 / 05.02.06 / 09.08.09 / 17.03.13 / 01.11.15 /


Powered by Blogger

Weblog Commenting by HaloScan.com