Byrja að blogga eftir laaaaaaangan tíma, 22/03/2013
Veðrið í dag:
Morgunn: A 12 ms Léttskýjað hiti 3 stig
Miðdagur: A 10 Léttskýjað hiti 4 stit
Kvöld: A 9 léttskýjað hiti 6 stig
Ef þú vilt hafa samband: gunnijak@simnet.is
Sælt veri fólkið!!
Mér blöskraði síðast þegar ég bloggaði hvað langt væri síðan ég hefði bloggað síðast.
Hvað mætti ég þá segja núna? Síðast voru það 3 ár, en núna eru þau orðin fjögur.
Þetta þætti einhverjum lélegt. Það hefur ýmislegt drifið á mína daga síðan síðast.
Ég er endalaust að bíta úr nálinni vegna gerða minna fyrir 20 árum. Á því er ekkert lát.
Nú á ég heima á Stokkseyri og er búinn að vera í stöðugum hremmingum síðan ég flutti
hingað fyrir fjórum árum frá Danmörku. Ég hef verið borinn ýmsum ásökunum sem ég er
saklaus af, á að hafa verið að ofsækja krakka hér á Stokkseyri. Ég hef ekki borið hönd
fyrir höfuð mér, en er búinn að skrifa langa greinargerð um mína hlið á málum. Ég ætla
að setja hana hérna á bloggið þegar ég hef lokið þessum pistli. Svo langar mig til að
Blogga eins og flestir aðrir eru farnir að gera, veit samt ekki hvort ég get það vegna
síþreytu og framkvæmdaleysis, sem ég vil meina að sé sjúkt ástand en ekki leti og
ómennska eins og sumir/margir halda fram.